Golfmót Sindra 2023
Golfmót Knattspyrnudeildar Sindra og Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið laugardaginn 23. september í góðu haustveðri. Þátttakan var góð þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks en um var að ræða Texas scramble fyrirkomulag þar sem tveir þátttakendur spila saman. Vinningar voru fjölmargir og hver öðrum glæsilegri. Keppnin var ansi jöfn en niðurstaðan var þessi:
Íþrótta- og leikjanámskeið knattspyrnudeildar Sindra
Knattspyrnudeild Sindra býður uppá Íþrótta- og leikjanámskeið í sumar fyrir börn fædd 2012 til 2014.
Dagskrá
17. ágústKynningarleikir (Nafnaleikir og fleira)
18. ágúst Körfubolti og fótbolti
19. ágústFimleikar
20. ágústHeimsókn í fyrirtæki
21....
Málfríður malar, 17. ágúst
Í dag ætla ég að hrósa, mér finnst svo dásamlegt þegar samfélagið tekur höndum saman og gerir bæinn okkar fallegri í dag en í gær. Í dag tók ég eftir frábærri viðbót, en það var þessi áttaviti eða hvað ég á að kalla þetta. Ég sá mjög fljótlega að þetta hafi verið sett upp til að vísa...
Flöskuskeyti á Suðurfjörum
Það kom margt í ljós í strandhreinsuninni laugardaginn 4. maí. Fyrir undirritaðar voru þó tvö flöskuskeyti sem fundust það markverðasta.
Fyrra flöskuskeytið fann Hildur Ósk og var það í glerflösku. Það var sent 1. janúar 2016 og var frá Helgu Kristeyju sem býr á Höfn. Það hefur því ekki farið langt en engu að síður mikilvægt að það fannst og...
Lónsöræfaferð 10. bekkinga
Mánudaginn 12. september lagði 10. bekkur í Grunnskóla Hornafjarðar af stað í námsferð upp í Lónsöræfi. Farið var á fjórum bílum og nemendur ásamt fararstjórum skilin eftir uppi á Illakambi. Hver nemandi var með stóran bakpoka sem innihélt meðal annars nesti, hlýjan og léttan útifatnað, föt til skiptanna og allskonar hreinlætisáhöld. Einnig var öllum sameiginlega matnum skipt...