Starfsemi Vöruhúss og Fab Lab Hornafjarðar
Vöruhúsið er list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga. Þar er að finna ýmsa aðstöðu til sköpunnar eins og t.d. ljósmyndun, textíl, myndlist, tónlist, smíðar og nýsköpun. Grunnskólinn og framhaldsskólinn nýta húsið til kennslu í list- og verkgreinum og almenningi gefst kostur að nýta aðstöðuna eftir skólatíma.
Í Vöruhúsinu er að finna Fab Lab smiðju Hornafjarðar en í henni er boðið upp...
Dagur Íslenskrar tungu
Þann 16. nóv. sl. á degi íslenskrar tungu fékk mennta- og menningarráðuneytið Hornfirðinga til að hýsa hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti sveitarfélagið ásamt föruneyti úr ráðuneytinu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þau kynntu sér starfsemi mennta- og menningarstofnana á Höfn, í Nýheimum og Gömlu búð og fræddust um sögu sveitarfélagsins. Lilja gaf...
Minningargrein- Ingibjörg Zophoníasdóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir f. á Hóli í Svarfaðardal 22.8. 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn 27. feb. sl. 99 ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Kálfafellsstaðarkirkju 11. mars sl. Foreldrar Ingibjargar voru Súsanna Guðmundsdóttir f. 6.2. 1884 á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði, d. 15.6. 1980 og Zophonías Jónsson, f. 11.2. 1894 á Hóli...
“Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf”
Það hefur væntalega ekki farið framhjá fólki að viðhald Hafnarkirkju hefur verið ábótavant um tíma en nauðsynlegu viðhaldi utanhúss er nú lokið að sinni. Jafnframt hefur tilfallandi viðhaldsverkefnum verið sinnt ásamt því að bætt var við upptöku- og útsendingatækin.
Kostnaður vegna þessa hleypur á milljónum eða yfir fjórar milljónir króna. Þótt tekist hafi að fá einstaka styrki sem...
Vöktun náttúruverndarsvæða
Náttúrustofa Suðausturlands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða um vöktun náttúrufars á ákveðnum ferðamannastöðum. Verkefnið er unnið af frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en NÍ heldur utanum verkefnið og er ábyrgðaraðili þess. Markmiðið er að vakta friðlýst svæði og aðra viðkvæma staði sem eru fjölsóttir og undir miklu álagi vegna...