Nýjung í samskiptaformi á heilsugæslunni á Hornafirði
Heilsuvera.is er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi. Heilsugæslan á Hornafirði býður upp á þjónustu í gegnum heilsuveru. Allir einstaklingar hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Einnig geta einstaklingar á starfssvæði HSU Hornafirði pantað tíma á...
Góðir grannar heimsækja FAS
Í síðustu viku voru staddir hér á Höfn tæplega 50 manns frá samstarfsskóla FAS í Nordplus verkefni sem hefur verið í gangi í vetur. Verkefnið ber á íslensku yfirskriftina Góður granni er gulli betri og er þar verið að vísa til samskipta Íslands og Danmerkur í gegnum tíðina. Fyrir áramót var aðal áherslan lögð á að skoða tengsl þjóðanna...
Gervigreind og menntun: Tækifæri og áskoranir
Kristján Örn Ebenezersson áfangastjóri og kennari við framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu hefur verið að kynna sér hvernig nýta megi gervigreind til gagns í kennslu og námi. Kristján spurði gervigreindina hvernig best væri að nýta hana til þess, sem skilaði honum þessari grein.
Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI), er tækni sem getur líkt eftir mannlegri greind....
Safnamál og annað skemmtilegt í Ríki Vatnajökuls
Eystrahorn er komið á vefinn og á baksíðunni er auglýsing um að Gamla búð sé til leigu fyrir viðurkennda starfsemi. Ég er dálítið hugsi, enda bara leikmaður, um hvaða hlutverk ég vildi sjá þetta dýrmæta hús okkar innifela. Lengi hef ég undrast og dáðst að hvað íbúar þessarar sýslu urðu að leggja á sig til að komast...
Jólavættir og ratleikur á Höfn
Ljóst er að hefðbundinn jólaundirbúningur og jafnvel jólahaldið sjálft verði nú með nýju sniði. Mikil óvissa hefur einkennt misserið og margt farið fram á annan hátt en áætlað var. Vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda hefur aðventuhátíð Menningarmiðstöðvar verið aflýst, en ekki er öll nótt úti. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulega nálgun sem getur skapað skemmtilegt nýnæmi. Því ætlar Menningarmiðstöðin...