Aðgerðir sveitarfélagsins
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Um er að ræða fyrstu aðgerðir og verða þær endurskoðaðar reglulega eftir því sem áhrifin skýrast.
Innheimta gjalda
Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegum áhrifum vegna Covid-19 geta sótt...
Grænt og vænt í matinn
Í rúm þrjú ár hef ég að mestu leyti neytt matar sem á uppruna sinn í plönturíkinu og var beðin um að skrifa hér pistil um mína reynslu. Á ensku er oft talað um “whole-food plant-based diet” en ég hef ekki fundið neitt nógu lipurt orðtak yfir það á okkar ylhýra. Í draumalífi myndi ég helst vilja...
Íþróttamaður USÚ fyrir árið 2019
Þann 2. júní síðastliðinn fór fram 87. ársþing USÚ en það fór fram í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings Þingið var vel sótt, 38 fulltrúar af 46 mættu og öll félög sendu fulltrúa. Til stóð að halda þingið þann 24. mars en í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 var þinginu frestað. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, setti þingið og...
Ný verslun í kjallara kaupmannshússins
Otto Veitingahús & Verslun er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað vorið 2018 af Auði Mikaelsdóttur framreiðslumeistara og Andrési Bragasyni matreiðslumeistara. Frá upphafi hefur starfsemi Otto verið ætluð heimamönnum fyrst og fremst. Handverkið er í hávegum haft og allt er lagað frá grunni. Öll soð, sósur, marineringar, allur bakstur og öll matreiðsla er unnin frá grunni. Það er okkar sérstaða....
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar tíu ferðir, tvær þeirra voru farnar í samstarfi við leikjanámskeið Sindra og gekk það vonum framar og mættu þá um 60 börn í ferðirnar, annars eru vanalega um 15...