Skráning og varðveisla minja frá Kvískerjum
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri undirritaði í gær samning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um skráningu, flokkun og varðveislu minja frá Kvískerjum. Menningarmiðstöð Hornafjarðar tekur að sér verkefnið, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun styðja með 12 milljóna króna framlagi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við landeigendur Kvískerja. Fyrri eigendur Kvískerja, níu systkini, unnu saman að uppbyggingu jarðarinnar...
Uppgjör hauststarfa í sauðfjárrækt í Austur-Skaftafellssýslu 2022
Þátttaka í lambadómum í Austur-Skaftafellssýslu var með minnsta móti í haust. Tæp 32% færri lömb voru dæmd 2022 miðað við árið 2021. Dæmd voru alls 2004 lömb, þar af 437 lambhrútar og 1567 gimbrar. Vænleiki lamba var heldur lakari miðað við síðasta ár enda var það ár einstakt. Lambhrútar voru að meðaltali 47,9 kg, með 17,8 í...
Sveitarfélagi Hornafjörður heilsueflandi samfélag– hvað þýðir það?
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur frá árinu 2017 tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag undir forystu landlæknisembættisins. En hvað þýðir það að vera heilsueflandi samfélag? Í fáum orðum þá gengur það út á það að efla og bæta hið manngerða umhverfi íbúanna eins og kostur er, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu...
„Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist“
Það er gott að geta gripið til þessara orða Ara fróða þegar mikið liggur við.
Í síðasta blaði Eystrahorns birtist á forsíðu grein Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttur um gjöf Verkalýðsfélags Jökuls til Félags eldri Hornfirðinga sem ekki var minnst á í 40 ára afmælisriti félagsins. Ég þakka Hjördísi Þóru kærlega fyrir athugasemdina.
Það er nú svo að greinin...
Aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra, starfsárið 2022
Í mars var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra og var mæting með ágætum. Þar var gert upp árið 2022 sem var þungt ár fjárhagslega í sögu félagsins. Formaður félagsins Gísli Már Vilhjálmsson setti fundinn, Sandra Sigmundsdóttir ritaði og Sigurður Óskar Jónsson, stjórnarmaður USÚ var fundarstjóri og fór með það hlutverk af einstakri prýði. Tvær stærstu deildir félagsins máttu...