TÓNLISTARVEISLA Á HÖFN UM SJÓMANNADAGSHELGINA
Hornfirðingar eiga von á mikilli tónlistarveislu um Sjómannadagshelgina þar sem Grétar Örvarsson hefur stefnt fjölda landsþekktra tónlistarmanna til Hafnar þá helgi. Föstudagskvöldið 2. júní verða tónleikarnir Sunnanvindur í Hafnarkirkju þar sem Grétar mun flytja eftirlætislög föður síns, Hornfirðingsins Örvars Kristjánssonar harmónikkuleikara, ásamt Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur og Ragnari Eymundssyni. Ásta Soffía er einn fremsti harmónikkuleikari landsins...
Ekki vera sófakartafla!
Við höfum öll heyrt að reglubundin hreyfing er að öllum líkindum eitt öflugasta meðal og meðferðarúrræði sem við höfum þegar kemur að því að viðhalda góðri heilsu og líkamlegri virkni út lífið. Hvers vegna kjósum við þá svona oft að setja hreyfingu EKKI Í FORGANG? Gæti verið að þú sért undir miklu álagi í vinnu eða ert...
Sveitarfélagi Hornafjörður heilsueflandi samfélag– hvað þýðir það?
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur frá árinu 2017 tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag undir forystu landlæknisembættisins. En hvað þýðir það að vera heilsueflandi samfélag? Í fáum orðum þá gengur það út á það að efla og bæta hið manngerða umhverfi íbúanna eins og kostur er, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu...
Áherslur í heilsueflandi samfélagi næstu vikurnar
Á þessu ári eru svefn og geðrækt áhersluþættir heilsueflandi samfélags í sveitarfélaginu og af því tilefni er Geðlestin https://gedlestin.is/ væntanleg í heimsókn til okkar í mars. Þá mun sveitarfélagið bjóða upp á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur um svefn og mikilvægi hans fyrir heilsu, líðan og árangur. Fyrirlesturinn sem verður rafrænn og öllum opinn verður mánudaginn...
Fjárfest í innviðum og þjónustu við íbúa
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var lögð fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember. Fjárhagsáætlun næsta árs einkennist af forgangsröðun fjármuna til innviðauppbyggingar og þjónustu við íbúa. Gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða næsta árs hjá samstæðu verði jákvæð sem nemur 238 milljónum króna.
Rétt forgangsröðun
...