Á sjó – Áhugavert erindi í Gömlubúð á föstudag
Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö.
Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 til að segja frá ferð sinni. Í erindinu segir hann ferðasögu sína og...
Galdrakarlinn í Oz
Nú er fyrri sýningartörn á leikritinu Galdrakarlinum í Oz lokið og hafa 400 manns komið og séð sýninguna. Enn fleiri eiga pantað um næstu helgi en þá eru síðustu sýningarnar. Vert er að taka fram að ekki er mögulegt að bæta við fleiri sýningum en við reynum að koma fólki að eins og húsrúm leyfir! Við sem...
Stjórnmálafundur í Nýheimum
Þriðjudaginn 11. febrúar komu góðir gestir til Hafnar og héldu opinn morgunverðarfund í Nýheimum. Þetta voru ráðherrarnir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra Vinstri grænna. Með þeim í för voru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Ari Trausti Guðmundsson ásamt góðu fylgdarliði.
Fundarefnið í Nýheimum var fjölbreytt stjórnmálaumræða samtímans. Það sem helst...
Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
Skuggakosningar á kjördag í Sveitarfélaginu Hornafirði
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur fengið leyfi fyrir að standa skuggakosningum samhliða sveitarstjórnarkosningum, kosið verður á kjördag á sama stað og kjördeildir sveitarfélagsins starfa. Mikilvægt er að ungmenni fái að kjósa á sama stað og þeir fullorðnu til að þau upplifi kosninguna sem líkasta almennu kosningunni.
Undirbúningur kosninganna
Ungmennaráð hélt fjörugan framboðsfund þar sem hátt í hundrað ungmenni mættu, bæði frá Grunnskólanum...