Gæðamenntun fyrir alla – ný menntastefna
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett af stað vinnu um mótun menntastefnu til 2030. Ný menntastefna mun setja í forgang þær miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar. Leiðarljós nýrrar menntastefnu verður gæðamenntun fyrir alla. Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitaði til Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar...
Úr sársauka í styrk
Kæru Hornfirðingar. Eins og mörg ykkar vita greindist Ægir Þór yngsti sonur okkar Sævars árið 2016 með Duchenne sem er banvænn og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur . Þá breyttist líf mitt að eilífu og við tók sorgarferli og ýmsar breytingar. Eftir að hafa jafnað mig á mesta áfallinu fór ég smátt og smátt að vinna mig í gegnum...
Þrettándahlaup fjölskyldunnar
Frjálsíþróttadeild Sindra stóð fyrir Þrettándahlaupi fjölskyldunnar þann 6. janúar síðastliðinn og er skemmst frá því að segja að þessi viðburður heppnaðist gífurlega vel. Upphaflega átti þetta að vera Gamlárshlaup fjölskyldunnar en þar sem veðurguðirnir voru ekki okkur í hag þá var hlaupið fært fram á Þrettándann. Það er von okkar að þetta verði árlegur viðburður þar sem fjölskyldur geta...
Þorravika á leikskólanum Sjónarhól
Þorrinn var haldinn hátíðlegur í leikskólanum Sjónarhóli í síðustu viku. Börnin léku og unnu með þema út frá Þorranum, m.a. með því að mála myndir, búa til skrautlegar kindur, boðskort eðaÞorrakórónur. Einnig voru sungin lög, m.a. Þorraþrællinn og Þegar hnígur húm að Þorra. Elstu tvær deildirnar fóru í heimsókn á bókasafnið, Eyrún tók á móti börnunum og...
Kiwanisklúbburinn Ós gefur leiktæki
Í síðustu viku afhentu Ósfélagar leiktæki til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er auðkennisverkefni hjá Ós. Það er vert að nefna að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum á Höfn kastala en Ós á 35 ára afmæli á þessu ári og því fannst okkur við hæfi að hugsa til leikskólans. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók...