Ungir djassistar í Hafnarkirkju
Frændsystkinin og dúóið Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leika frumsamda tónlist og útsetningar sem þau hafa unnið að síðustu mánuði. Tónlistin gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Anna og Sölvi hafa bæði hlotið titilinn „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaunum, Anna árið 2015 og Sölvi 2016. Þau voru valin fyrir...
Mikil menningarhelgi framundan
Eftir velheppnaða Vírdóshelgi verður ekkert lát á tónleikum í haust. Helgin 6.-8. október verður viðburðarrík.
Föstudagskvöldið 6. október mun hljómsveitin Reykjavík smooth jazz band spila á Hótel Höfn en þar um borð er einn af eigendum hótelsins Ólafur Steinarsson ásamt félögum sínum en þeir spila “jazz rock crossover”. Meðlimir sveitarinnar eru: Guðlaugur Þorleifsson trommur, Cetin Gaglar slagverk, Árni Steingrímsson gítar,...
Pure Mobile vs. Dolce Vita eftir Moniku Fryčová
Varúð! Ekki gera þetta heima eða erlendis.
Þetta eru aðfaraorðin að nýrri bók frá myndlistarmanninum Moniku Fryčová. Má kalla þau viðeigandi um ferðalag sem inniber bæði heimalandið og útlönd. Ísland er engu minna heimili listamannsins sem hefur búið hér í 14 ár en aðspurð segist hún ekkert frekar líta á sig sem íslenska,...
Arndís Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
Þann 25. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í tóflta sinn. Í ár hlutu 29 nemendur, sem stefna á nám við HÍ styrki og þar á meðal var Hornfirðingurinn Arndís Ósk Magnúsdóttir. Allir styrkþegar eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi námsárangri og einnig verið virk í félagsstörfum eða í listum...
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gefa þrekhjól
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gáfu á dögunum tvö þrekhjól í sjúkraþjálfun HSU Hornafirði. Hjólin koma sér sérstaklega vel en þau leysa af hólmi eldri þrekhjól sem eru orðin lúin. Það er ómetanlegt að fá svo veglegar og nytsamlegar gjafir. Stefnt er að því að koma gömlu hjólunum í notkun í Ekrunni þegar búið er að laga þau. Við viljum...