Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gefa þrekhjól

0
1755

Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gáfu á dögunum tvö þrekhjól í sjúkraþjálfun HSU Hornafirði. Hjólin koma sér sérstaklega vel en þau leysa af hólmi eldri þrekhjól sem eru orðin lúin. Það er ómetanlegt að fá svo veglegar og nytsamlegar gjafir. Stefnt er að því að koma gömlu hjólunum í notkun í Ekrunni þegar búið er að laga þau. Við viljum færa Hirðingjunum og Lions konum kærar þakkir fyrir þessar gjafir.