2 C
Hornafjörður
6. maí 2024

Fréttir af Hirðingjum

Salan hjá Hirðingjunum gengur vel að vanda og höfum við geta gefið margar góðar gjafir. Fyrst er að nefna píanó fyrir félagsþjónustu sveitarfélagsins sem og peningagjöf, samtals um 800.000 kr. Einnig gáfum við ómtæki á heilsugæslustöðina sem og vatnsvél fyrir starfsfólkið, að verðmæti 1.100.000 kr. Svo gáfum Hafnarkirkju eina milljón. Við þökkum eigendum Skinneyjar-Þinganess...

Útskrift frá FAS 20. maí

Laugardaginn 20. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast ellefu stúdentar, einn nemandi af framhaldsskólabraut og einn nemandi úr Vélstjórn A. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli mæta.

Fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku

Börn í fermingarfræðslu Bjarnanessprestakalls munu á þriðjudaginn ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin hefur verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar og munu börnin fá fræðslu í hvað peningarnir fara áður en þau halda út með baukana. Með því að virkja börnin með söfnuninni fá þau fræðslu um þá neyð sem ríkir í heiminum...

Næturútvarp í Svavarsafn

Næsti listamaður sem sýnir í Svavarssafni er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Verk hennar eru ekki bara bundin við striga eða rými heldur vinnur hún frjálst með tóna, hljóð, orð og gjörninga í verkum sínum. Meðal verka í þeim anda eru verkin Lunar-10.13&Gáta Nórensu sem hún sýndi á listahátíð í Reykjavík, en Ásta Fanney hefur m.a. sýnt verk sín...

OMNOM í Ríki Vatnajökuls

Í sumar ætla veitingaaðilar Ríkis Vatnajökuls að bjóða matgæðingum og súkkulaðiunnendum í sannkallað súkkulaðiferðalag þar sem að þeir bjóða upp á súkkulaðirétti úr hágæða súkkulaði frá Omnom. Þar má finna girnilega rétti á borð við súkkulaðitartar, ferska sítrónuystingsköku, heimagerðan ís og svo mætti lengi telja. Ríki Vatnajökuls hvetur Hornfirðinga og nærsveitunga til að bjóða bragðlaukunum í ferðalag og bragða á ljúffengum Omnom réttum víðsvegar um...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...