Vínartónleikar og skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2022
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fagnar sumri með Vínartónleikum á Kirkjubæjarklaustri og Höfn og skólatónleikum fyrir nemendur í fjórum grunnskólum; Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Grunnskólanum Hofgarði og Grunnskóla Hornafjarðar.
Fyrri Vínartónleikarnir verða 7. maí á Klaustri og þeir seinni í Menningarmiðstöð Hornafjarðar sunnudaginn 8. maí. Á efnisskrá tónleikanna verða Straussvalsar og Kampavínsgallopp svo eitthvað sé nefnt og einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Mánudaginn...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 11. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar þess. Alls voru 20 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram...
Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
Viltu vera Gleðigjafi?
Þegar haustar þá fara söngfuglarnir á stjá, og eru Gleðgjafar þar engin undantekning. Vart þarf að kynna hópinn, hann hefur tekið fullan þátt í menningarlífi/sönglífi staðarins. Innanborðs eru þetta hátt á þriðja tug söngmanna, en alltaf verða skil af og til. Síðasta starfsár var mjög fjölbreytt og sungum við víða og stefnum á að halda góðum dampi...
Stíll hönnunarkeppni
Um helgina fóru undirrituð til Reykjavíkur til að keppa í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Í keppninni í ár voru 18 lið frá 16 félagsmiðstöðvum og lentum við í 3. sæti og erum við mjög stolt af árangri okkar. Þemað í ár var geimurinn og hönnuðum við og saumuðum kjól með tilvísun í tunglið...