Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 11. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar þess. Alls voru 20 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram...
Vínartónleikar og skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2022
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fagnar sumri með Vínartónleikum á Kirkjubæjarklaustri og Höfn og skólatónleikum fyrir nemendur í fjórum grunnskólum; Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Grunnskólanum Hofgarði og Grunnskóla Hornafjarðar.
Fyrri Vínartónleikarnir verða 7. maí á Klaustri og þeir seinni í Menningarmiðstöð Hornafjarðar sunnudaginn 8. maí. Á efnisskrá tónleikanna verða Straussvalsar og Kampavínsgallopp svo eitthvað sé nefnt og einsöngvari með hljómsveitinni verður Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Mánudaginn...
„Hjálpum börnum heimsins“
Kjörorð Kiwanis stendur vel undir nafni, en ágóði af Groddaveislu Kiwanisklúbbsins Óss mun renna til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu að upphæð krónum 400.000. Félagi í Ós er með sterk tengsl við Úkraínu og liggja tengsl Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu sterk til hjálpar. Klúbbar í Rúmeníu, Póllandi og Austurríki til að nefna nokkra eru að aðstoða flóttafólk við...
Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
Gefur út sitt fyrsta lag
Nýlega kom út lagið Á bakvið fjöllin með tónlistarmanninum Vilhjálmi Magnússyni eða Villa Magg eins og hann kallar sig. Vilhjálmur er góðkunnur Hornfirðingum en hann hefur um árabil verið áberandi í menningalífinu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða þ.á.m Humarhátíð og tónlistarhátíðarinnar Vírdós og hefur einnig komið fram við hin ýmsu tækifæri bæði...