Gefur út sitt fyrsta lag

0
403

Nýlega kom út lagið Á bakvið fjöllin með tónlistarmanninum Vilhjálmi Magnússyni eða Villa Magg eins og hann kallar sig. Vilhjálmur er góðkunnur Hornfirðingum en hann hefur um árabil verið áberandi í menningalífinu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða þ.á.m Humarhátíð og tónlistarhátíðarinnar Vírdós og hefur einnig komið fram við hin ýmsu tækifæri bæði í hljómsveitum og sem trúbador. Í laginu fær hann góða aðstoð en Guðbjörg Anna Bergsdóttir syngur ásamt Villa og Júlíus Sigfússon spilaði á rafgítar, Birki Þór Önnuson spilaði gítar sóló og Hallur Ingólfsson spilaði á trommur, Þegar hann er ekki með gítarinn í hönd þá er hann forstöðumaður Vöruhússins og Fab Lab smiðjunnar hér á Höfn. Hægt er að hlusta á lagið á Spotify og hvetjum við Hornfirðinga að hlusta og er ánægjulegt að vita að það er meira efni væntanlegt!