Hornafjörður togaði okkur til sín
Gunnar og Helena eru starfandi og búandi hér á Höfn þessi misserin. Hornafjarðarævintýrið byrjaði á þann veg að Helena heimsótti bróður sinn og mágkonu sem höfðu keypt sér hús og opnað veitingastaðinn Ottó. Staðurinn togaði Helenu til sín, sem flutti haustið 2018 og Gunnar, hundur og kettir komu í kjölfarið. Gunnar er heilsunuddari í Sporthöllinni og sjúkraliði...
Frá opnun ljósmyndasýningarinnar Tjarnarsýn
Föstudaginn 10. janúar var opnuð glæsileg ljósmyndasýning dr. Lilju Jóhannesdóttur: Tjarnarsýn. Sýningin er á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og er sýningin á bókasafninu í Nýheimum. Myndirnar á sýningunni eru teknar samhliða rannsókn Náttúrustofu á fuglalífi í og við tjarnir í sveitarfélaginu og eru allar teknar með flygildi. Einnig var hægt að...
FAS og Leikfélag Hornafjarðar setja upp Söguna af bláa hnettinum
Þröstur Guðbjartsson
Þann 9. janúar síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna uppsetningar á leikverki hjá FAS á vorönn. Líkt og undanfarin ár vinnur skólinn með Leikfélagi Hornafjarðar að uppsetningunni. Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason er viðfangsefnið og leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Þröstur lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Hefur...
Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána
Björgunarfélag Hornafjarðar sá um flugeldasýninguna
Síðastliðinn sunnudag var haldin Þrettándagleði í Nesjum og var hún með öðru sniði en undanfarin ár. Veðrið hafði þau áhrif að þrettándabrennan var degi fyrr en breytingin var þó aðallega sú að nú var endurvakin sú hefð að halda þrettándann með álfum og huldufólki. Elín Birna Olsen Vigfúsdóttir...
FAS í Gettu betur
Líkt og undanfarin ár tekur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þátt í Gettu Betur. Liðið að þessu sinni skipa þau Björgvin Freyr Larsson, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Oddleifur Eiríksson en þjálfari liðsins er Sigurður Óskar Jónsson, fyrrum nemandi í FAS og þátttakandi í Gettu Betur. Síðustu mánuði hafa farið fram stífar æfingar hjá liðinu og varamönnum liðsins.
Mánudaginn 6. janúar...