FAS í Gettu betur

0
1251
Ingunn Ósk, Björgvin Freyr og Oddleifur skipa lið FAS í Gettur betur. Mynd: www.fas.is

Líkt og undanfarin ár tekur Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu þátt í Gettu Betur. Liðið að þessu sinni skipa þau Björgvin Freyr Larsson, Ingunn Ósk Grétarsdóttir og Oddleifur Eiríksson en þjálfari liðsins er Sigurður Óskar Jónsson, fyrrum nemandi í FAS og þátttakandi í Gettu Betur. Síðustu mánuði hafa farið fram stífar æfingar hjá liðinu og varamönnum liðsins.
Mánudaginn 6. janúar hófst fyrsta umferð keppninnar með 5 viðureignum. Keppninni er ekki útvarpað eins og áður var heldur var hægt að fylgjast með á vefnum www.ruv.is/null. Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu keppti á móti Framhaldsskólanum á Húsavík og hafði lið FAS betur 19-9 og tryggðu sér sæti í annarri umferð. Fjögur önnur lið tryggðu sér einnig sæti í annarri umferð Gettu betur en þau voru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn í Reykjavík komust áfram. Við óskum liði FAS góðs gengis og verður spennandi að sjá hvernig þeim á eftir að ganga í keppninni.