Menningarverðlaun Suðurlands 2020
Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var í fjarfundi dagana 29. og 30. október var Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2020. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls skiluðu sér inn 15 tilnefningar um 12...
Félag eldri Hornfirðinga hvílir starfsemi sína
Í ljósi nýrra sóttvarnareglna hefur stjórn FEH ákveðið að hvíla starfsemina meðan þessar reglur eru í gildi. Samkvæmt fyrirmælum er okkur ætlað að vera með starfsemi félagsins eingöngu í innri herbergjum Ekru og ganga inn um smíðastofudyrnar sem okkur finnst illframkvæmanlegt. Við viljum sýna varúð í verki og ekki bera ábyrgð á neinu starfi til 17. nóvember....
Barnabókahöfundar lásu fyrir grunnskólanema
Dagana 28. og 29. nóvember heimsóttu barnabókahöfundarnir Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir nemendur á grunn- og gagnfræðaskólastigi.
Höfundarnir eru allir með nýjar bækur þessi jól, Bergrún Íris með Töfralandið og Kennarann sem hvarf sporlaust, Gunnar Theodór með þriðju bókina um Galdra-Dísu og Yrsa Þöll með fyrstu tvær bækurnar í seríunni Bekkurinn minn....
Furðuverur á Hrekkjavöku
Laugardaginn 31.október, á Halloween, var á bókasafni Hafnar "opnuð" sýningin Fjölþjóðlegar furðuverur á Hrekkjavöku. Um er að ræða samstarfsverkefni MMH, fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og íbúa af erlendum uppruna. Fengnir voru sögumenn, íslenskir og útlendir, til að segja sögur af furðu- og yfirnáttúrulegum verum eða öflum í sinni menningu og heimalandi. Frásagnirnar eru prentaðar og hanga uppi á vegg...
Hugurinn einatt hleypur minn
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur nýlega gefið út ljóðabók eftir austfirska nítjándu aldar skáldkonu, Guðnýju Árnadóttur (1813–1897) sem var á sinni tíð þekkt undir heitinu Skáld-Guðný. Það segir nokkuð um álit samferðamanna á skáldkonunni. Bókin hlaut heitið: Hugurinn einatt hleypur minn og er sótt í fyrsta erindi ævikvæðis sem Guðný orti. Mikill hluti af kvæðum Guðnýjar hefur...