Furðuverur á Hrekkjavöku

0
494
Nicole Wolpher ásamt Elínu Ósk að lesa

Laugardaginn 31.október, á Halloween, var á bókasafni Hafnar „opnuð“ sýningin Fjölþjóðlegar furðuverur á Hrekkjavöku. Um er að ræða samstarfsverkefni MMH, fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og íbúa af erlendum uppruna. Fengnir voru sögumenn, íslenskir og útlendir, til að segja sögur af furðu- og yfirnáttúrulegum verum eða öflum í sinni menningu og heimalandi. Frásagnirnar eru prentaðar og hanga uppi á vegg á frummálinu og íslensku, enska þýðingu er svo að finna í sýningaskrá sem enn sem komið er er óheimilt að handleika. „Opnunin“ fór þannig fram að nokkrir þátttakenda komu og lásu sitt framlag og Elín Ósk Óskarsdóttir las íslensku þýðingarnar jafnóðum. Þessu var streymt á Facebooksíðu MMH.
Sýningin mun standa fram að aðventu og eru bókasafnsgestir hvattir til að berja hana augum um leið og virtar eru bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldur.
Sögumenn eru:
Malgosiu Reszczynska sem las fyrir hönd Joönnu Mörtu Skrzypkowsku og Amylee V. Da Silva Trindade sem las fyrir hönd föður síns. Nicole Wolpher frá Svíþjóð. Amor Joy Pepito Mantilla frá Filippseyjum, Beatriz Extrema Dura frá Spáni, Hildur Ýr Ómarsdóttir frá Íslandi, Terezie Herodová frá Tékklandi og Tim Junge frá Hollandi.