Humarhátíð 2018
Venju samkvæmt var Humarhátíð haldin á Höfn í Hornafirði síðustu helgi júnímánaðar.
Í ár var hátíðarsvæði myndað á grænum bletti á íþróttasvæði bæjarins, við ærslabelginn.
Stórt og mikið tjald var reist, sölubásar og svið fært á svæðið og hoppukastalar blásnir upp auk þess sem söluaðilar og matarvagnar voru boðnir velkomnir. Úr varð þétt og gott hátíðarsvæði sem margir sóttu heim enda...
Vel heppnaðri tónlistarhátíð lokið
Um helgina fór fram fyrsta tónlistarhátíðin Vírdós, sem er hátíð óvenjulegra hljóðfæra en þar var boðið upp á ýmsa viðburði tengt tónlist og hljóðfærasmíði.
Það hafði blundað í mér lengi að búa til tónlistarhátíð á Hornfirði sem hefði ákveðið þema eins og Hammondhátíð á Djúpavogi. Með tilkomu Fab Lab smiðjunnar varð til ákveðin þekking í að búa til ýmis skrítin...
„Hjálpum börnum heimsins“
Kjörorð Kiwanis stendur vel undir nafni, en ágóði af Groddaveislu Kiwanisklúbbsins Óss mun renna til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu að upphæð krónum 400.000. Félagi í Ós er með sterk tengsl við Úkraínu og liggja tengsl Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu sterk til hjálpar. Klúbbar í Rúmeníu, Póllandi og Austurríki til að nefna nokkra eru að aðstoða flóttafólk við...
Skuggakosningar 2018
Samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum mun Ungmennaráð Hornafjarðar standa fyrir skuggakosningum. Skuggakosningar eru kosningar fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára þar sem þeirra skoðun fær að koma fram. Öll vitum við að kosningaþátttaka ungs fólks síðustu ár hefur verið virkilega slæm. Til þess að bregðast við því hafa skuggakosningar komið til sögunnar, þær gilda vitaskuld ekki en þær kenna ungu fólki...
Kæru Hornfirðingar
Á liðnum árum hefur skapast sú hefð að Karlakórinn Jökull hefur staðið fyrir glæsilegum jólatónleikum í Hafnarkirkju, þar sem hornfirskt tónlistarfólk hefur sameinað krafta sína og flutt sína tónlist og safnað peningum fyrir samfélagið. Hafa þessir tónleikar verið í huga margra upphafið að jólahaldinu. En nú eins og svo margt annað á þessu ágæta ári, eru...