Viðbót við söguskilti í Öræfum
Í ágúst í fyrra voru afhjúpuð tvö söguskilti við áningastað vestan við Kvíá í Öræfum, annað um strand togarans Clyne Castle og hitt um skipströnd í Öræfum. Nú hafa margir Öræfingar og fleiri sem þar eiga leið hjá velt fyrir sér hvaða hlut sé búið að koma upp við skiltin. Þessi hlutur er spilið úr togaranum Clyne...
Hvatning mikilvæg og langar að hjálpa fólki í framtíðinni
Hvatning mikilvæg til að ná árangri Að mínu mati skiptir hvatning heima fyrir miklu máli. Það að foreldrar eða aðrir aðstandendur sýni náminu einhvern áhuga og hvetji börn sín til dáða. Einnig þarf fólk að finna hvað hentar þeim og hversu mikið nám þau höndla. Sumir þurfa að vera í rútínu og vera í tímum allan daginn en aðrir...
gímaldin og Lúðrasveit Hornafjarðar leika saman: Big Country Ball með Brie
Þann 30. október munu gímaldin og Lúðrasveit Hornafjarðar leika gítarverkið Big Country Ball með Brie á Hafinu. Um er að ræða 20
mínútna tónverk yfir synþagrunn og 15 manna lúðrasveit leikur allar hljómsveitarraddir.
gímaldin dvaldi á Höfn um skeið við önnur störf og stóð lengi til að gera verkefni með Jóhanni Morávek og lúðrasveitinni sem skipuð er elstu nemendum...
Regnbogastígur málaður á Höfn
Undanfarin ár hefur verið málaður regnbogastígur á Höfn til heiðurs fjölbreytileika einstaklinganna í okkar samfélagi. Margmenni mætti til að mála Regnbogastíg á göngustíg til móts við Ráðhúsið á Höfn föstudaginn 1. júní síðastliðinn. Ungmennaráð og bæjarstjórn stóðu fyrir viðburðinum ásamt Vinnuskólanum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra aðstoðaði við að mála en hann var staddur hér til...
Unglingadeild Björgunarfélags Hornafjarðar
Innan Björgunarfélags Hornafjarðar starfar Unglingadeildin Brandur og hefur gert það með misjafnlega löngum hléum í fjöldamörg ár. Unglingadeildin var síðast endurvakin árið 2014 og hefur starfað óslitið síðan. Í starfi unglingadeilda fá unglingarnir kynningu og innsýn á starf björgunarsveita og er góður grunnur að áframhaldandi starfi með björgunarsveitum, öðrum viðbragðsaðilum, eða fyrir framtíðina. Meðal þess sem farið...