Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland
Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.
Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands
Markaðsstofur landshlutanna, MAS, ýttu úr vör í síðustu viku samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar...
Kvöldstund með KVAN
Í starfi Nýheima þekkingarseturs með ungu fólki hefur komið fram að ungmenni í Hornafirði telji sig skorta fræðslu á víðum grunni. Á námskeiðinu Öflug ung forysta sem setrið hélt fyrir ungt fólk í desember síðastliðnum kom m.a. fram áhugi ungmenna á valdeflandi fræðslu og stungu ungmennin uppá að fá KVAN í heimsókn fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu....
Órói
Elvar Bragi og Sædís Harpa
Órói er hornfirskur dúett skipaður þeim Sædísi Hörpu Stefánsdóttur og Elvari Braga Kristjónssyni. Þau gáfu sína fyrstu plötu nú á dögunum, en platan er fjögurra laga sem er hægt að finna á allra helstu streymisveitum, eins og til dæmis Spotify.Alveg frá því að Sædís var barn eyddi hún...
Kærar þakkir til allra sem tóku þátt í FRÍSTUND
Síðastliðin helgi var lífleg í Nýheimum þegar fjölmargir Hornfirðingar kynntu sér framboð afþreyingar og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Viðburðurinn, sem fékk nafnið FRÍSTUND, var opinn dagur þar sem félagasamtök af öllum gerðum var gefinn kostur á að kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Var það gert til að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu menningarstarfsemi sem í boði er á...
Frá opnun ljósmyndasýningarinnar Tjarnarsýn
Föstudaginn 10. janúar var opnuð glæsileg ljósmyndasýning dr. Lilju Jóhannesdóttur: Tjarnarsýn. Sýningin er á vegum Náttúrustofu Suðausturlands og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og er sýningin á bókasafninu í Nýheimum. Myndirnar á sýningunni eru teknar samhliða rannsókn Náttúrustofu á fuglalífi í og við tjarnir í sveitarfélaginu og eru allar teknar með flygildi. Einnig var hægt að...