Hljómsveitin Ómland gefur út sitt fyrsta lag

0
1242
Söngkonurnar Þórdís og Rósa Björg. Mynd: Gunnlöð Jóna

Þórdísi Imsland þarf ekki að kynna fyrir Hornfirðingum en hún er fædd og uppalin á Höfn og hún tók þátt í hæfileikakeppninni The Voice Ísland með góðum árangri. Þórdís er nú hluti af hljómsveitinni Ómland, en ásamt henni eru Rósa Björg Ómarsdóttir og Helgi Reynir Jónsson en þau kynntust öll við gerð The Voice Ísland og hafa verið vinir og samstarfsfélagar síðan þá.
Hljómsveitin er að fara að gefa út sitt fyrsta lag, “Geymi mínar nætur” föstudaginn 4. september og kemur myndbandið út nokkrum dögum seinna. Ómland er indie/folk hljómsveit og semur lögin sín á íslensku og er nú komið að útgáfu fyrsta lags þeirra. Hljómsveitin varð til þegar söngkonurnar Þórdís og Rósa Björg enduðu saman í sóttkví snemma á þessu ári. Til að stytta sér stundir fóru þær að semja lög saman og um leið og þær sluppu úr sóttkví fengu þær tónlistarmanninn og pródúsentinn Helga Reyni til liðs við sig.
Síðustu mánuðir hafa farið í upptökur og vinnu á áframhaldandi samstarfi.
Stefnt er á útgáfu EP plötu þeirra snemma árs 2021.