Kærar þakkir til allra sem tóku þátt í FRÍSTUND

0
1558

Síðastliðin helgi var lífleg í Nýheimum þegar fjölmargir Hornfirðingar kynntu sér framboð afþreyingar og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Viðburðurinn, sem fékk nafnið FRÍSTUND, var opinn dagur þar sem félagasamtök af öllum gerðum var gefinn kostur á að kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Var það gert til að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu menningarstarfsemi sem í boði er á svæðinu og bjóða fólk velkomið til þátttöku. Hátt í 40 félagasamtök tóku þátt í deginum með kynningum af ýmsu tagi og voru margir hissa á fjölda þeirra virkra félagasamtaka sem er á svæðinu. Félagasamtökin eiga miklar þakkir skildar fyrir sitt framtak en kynningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar.
Þetta var í fyrsta sinn sem FRÍSTUND er haldin á Hornafirði en að henni stóðu Nýheimar þekkingarsetur og Sveitarfélagið Hornafjörður, ásamt sjálfboðaliðum. Mikil þörf var fyrir viðburð sem þennan en samkvæmt niðurstöðum rýnihópa meðal ungs fólk telur það sig ekki hafa þekkingu á möguleikum þeirra til þátttöku í félagsstarfi, auk þess sem Hornfirðingar eru ríkir af nýbúum af erlendum uppruna þó það endurspeglist ekki í samfélagslegri þátttöku, kjörorð FRÍSTUNDAR er allir eru velkomnir í FRÍSTUND.
Er það von okkar sem að deginum stóðu að næst verði fleiri félagasamtök og enn fleiri íbúar sem sæki viðburðinn enda eflir félagsstarf einstaklingana og samfélagið allt. Við hvetjum alla til að finna sína FRÍSTUND