ADVENT
Erasmus+ verkefnið ADVENT sem FAS er í forsvari fyrir snýr að því að efla nám og nýsköpun í afþreyingarferðaþjónustu. ADVENT er skammstöfun fyrir Adventure tourism in vocational education and training.
Verkefnið er samstarfsverkefni skóla, bæði framhalds- og háskóla, rannsóknarstofnana og samtaka fyrirtækja auk einstakra fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi. ADVENT gengur út á það að starfandi...
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur helgina 1. til 2. júní. Að þessu sinni voru það áhafnirnar á Jónu Eðvalds og Vigra sem voru í Sjómannadagsráði. Á laugardeginum var kappróðurinn, þar sem 7 lið í karlaflokki öttu kappi og bar lið Sveitavarganna sigur úr býtum á 1 mínútu 18,49 sekúndum og er það annað sinn í röð sem þeir vinna bikarinn,...
Fjör á bökkum Laxár
Fimmtudaginn 14. september hélt Nemendafélag FAS brennu til að heiðra komu nýrra nemenda við skólann. Brennan var haldin niður við Laxá í Nesjum, og fóru nemendur þangað með rútu. Við komu nemendanna voru grillaðar pylsur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var tendrað í bálkestinum við söng Vilhjálms Magnússonar, trúbadors, sem sá um að halda uppi stuðinu það...
Skemmtifélagið semur við Hafið
Á dögunum var gert samkomulag milli Hornfirska Skemmtifélagsins og Hafsins að
16. sýning Skemmtifélagsins, One Hit Wonders, verði á Hafinu í Kartöfluhúsinu.
Salurinn er stærri og tekur því fleiri í sæti. Þess vegna verða sýningarnar þrjár í stað fimm. Sýningardagarnir verða 7., 14. og 21. október. Miðapantanir fara fram í gegnum tölvupóstfangið kartofluhusid@gmail.com.
Hornfirska Skemmtifélagið vill nýta tækifærið og þakka Hótel Höfn...
Fléttubönd
Í fyrra kom út bókin Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu, Fuglaskoðarinn er fyrsta bókin í þríleik um lögreglukonuna Lísu og samstarfsfólk hennar. Sú bók fékk góðar viðtökur í fyrra. Nýlega er komin út önnur bókin í þríleiknum, sú heitir Fléttubönd. Fimmtudaginn 29. nóvember mun Stefán Sturla segja frá bókinni og lesa kafla úr henni í bókasafninu. Jafnframt mun hann árita...