Hlaupahópur Hornafjarðar byrjar sitt annað hlaupaár
Hlaupahópur Hornafjarðar nálgast ársafmælið, en fyrsta æfing hópsins fór fram 5. september fyrir tæpu ári síðan. Hópurinn er starfræktur í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf Sindra. Við stofnun setti hópurinn sér það meginmarkmið að efla og fjölga hlaupurum á Hornafirði og bæta lífsgæði einstaklinga með því að geta hlaupið sér til gleði og heilsubótar. Það er ekki annað...
Saga Sindra
Út er komin bókin Félag
unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir
Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson.
Saga Sindra ber vott um
drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu
hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi
til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í
tvo vetur....
Körfuknattleiksdeild Sindra
Það má með sanni segja að körfuboltinn hafi farið af stað með látum þetta tímabilið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og er hún að skila því að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta á Höfn. Meistaraflokkur karla er sem stendur í öðru sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir Álftanesi sem situr í...
Lokahóf Golfklúbbs Hornafjarðar
Lokamótin í mótaröð Medial og Prósjoppunnar voru haldin á laugardaginn og þá var jafnframt lokahóf GHH í Skálanum. Enginn fór tómhentur heim og voru þeir sem ekki fengu verðlaun dregnir út svo allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir sumarið. Róbert Marvin Gunnarsson og Halldór Sævar Birgisson fóru báðir holu í...
Af hverju gervigras?
Mikið hefur verið rætt um þann sterka vilja okkar í knattspyrnudeild Sindra að fá gervigras á Sindravelli. Sitt sýnist hverjum varðandi þá kröfu og langar mig að leggja fram rök og staðreyndir um af hverju það sé algjörlega nauðsynlegt fyrir heilsueflandi samfélagið Höfn að lagt verði gervigras á Sindravelli sem allra fyrst.