Saga Sindra

0
313

Út er komin bókin Félag unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson.

Saga Sindra ber vott um drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig gerðu félagsmenn íþróttavöll og reistu samkomuhús, hið fyrsta á Höfn.

Í bókinni segir frá félagslífi og hugðarefnum ungs fólks í afskekktu en vaxandi kauptúni. Lögð er áhersla á að tengja þá sögu við þær miklu samfélagsbreytingar sem urðu um miðbik 20. aldar. Þetta stórskemmtilega og fræðandi rit er prýtt fjölmörgum myndum og enginn Hornfirðingur lætur það fram hjá sér fara. Útgefandi þess, í samvinnu við Ungmennafélagið Sindra, er Bókaútgáfan Hólar

Hér á Hornafirði fæst bókin í Berg-spor við Hafnarbraut, en þar eru einnig fáanlegar fleiri bækur frá Bókaútgáfunni Hólum, m.a. hið glæsilega verk Hrafninn (eftir Sigurð Ægisson) einnig Líkið er fundið – sagnasamtíningur af Jökuldalnum (eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson), Stundum verða stökur til (vísur séra Hjálmars Jónssonar sem koma öllum í gott skap), Ég verð að segja ykkur (ævisaga Ingvars Viktorssonar, bróður Þorvaldar, eitt sinn skólastjóra hér), auk fleiri bóka og þið ættuð bara að sjá tilboðið sem fylgir sumum þeirra (já, tvær fyrir eina!). Þarna er því hægt að gera góð kaup á góðum bókum.