2 C
Hornafjörður
19. apríl 2025

Nettómót Austurlands í Icelagoon Höllinni

Síðastliðinn sunnudag voru samankomin um 100 börn á Nettómóti Austurlands í Icelagoon Höllinni. Tilefnið var körfuboltamót fyrir krakka í 1.-6. bekk á Austurlandi sem körfuknattleiksdeild Sindra stóð fyrir. Markmiðið með mótinu er að styrkja körfuboltastarf á Suðaustur- og Austurlandi og gefa krökkum færi á að keppa við sína jafnaldra. Þar sem vegalengdin milli bæja á þessu...

Hlaupahópur Hornafjarðar

Ef einhver hefur velt því fyrir sér hver sé ástæða aukningar á litríkum hópum hlaupara á götum og stígum Hafnar, þá er skýringin nú augljós: Í byrjun september var stofnaður Hlaupahópur Hornafjarðar. Hópurinn er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar UMF Sindra og Helgu Árnadóttur. Viðtökur við hópnum hafa farið langt fram úr væntingum og í dag eru skráðir 42 iðkendur....

Nýr frisbígolfvöllur á Höfn

Samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi var gert ráð fyrir nýjum frisbígolfvelli í Hrossabithaga. Bæjarráð ákvað í framhaldi af því að festa kaup á 9 holu frisbígolfvelli og hafa starfsmenn bæjarins ásamt verktaka unnið að uppsetningu síðustu daga. Frisbígolf er eins og nafnið gefur til kynna afþreying þar sem golf er spilað með frisbídiskum. Sportið er sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa...

Meistaraflokkur kvenna

Meistaraflokkur kvenna er á blússandi siglingu þessa dagana og eru þær í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni með markatölunni 9-2. Chestley Strother, Phoenetia Browne, og Shameeka Fishely hafa skorað þrjú mörk hver fyrir Sindra og hin bráðefnilega Salvör Dalla Hjaltadóttir hefur skorað eitt mark. Strákarnir okkar bíða enn eftir...

Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings hlýtur styrk

Búnaðarsamband A-Skaft ákvað að styrkja Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings. Styrkurinn var tileinkaður reiðskóla barna sem hefur svo sannarlega fallið í góðan jarðveg. Það er skemmtilegt og nauðsynlegt að auka framboð á afþreyingu fyrir börn. Styrkurinn nýtist því vonandi vel. Búnaðarsambandið styrkir einnig nemendur sem stunda búfræðinám og nám við garðyrkjuskólann á Reykjum, ...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...