Meistaraflokkur kvenna

0
1595

Meistaraflokkur kvenna er á blússandi siglingu þessa dagana og eru þær í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni með markatölunni 9-2. Chestley Strother, Phoenetia Browne, og Shameeka Fishely hafa skorað þrjú mörk hver fyrir Sindra og hin bráðefnilega Salvör Dalla Hjaltadóttir hefur skorað eitt mark. Strákarnir okkar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í deildinni og sitja þeir sem stendur í 11. sæti eftir að hafa gert þrjú jafntefli, en næstu lið eru ekki langt undan svo þeir eru langt frá því að missa af lestinni og get ameð einum sigri komið sér upp töfluna. 6. flokkur karla lék á Pollamóti Austur- og Norðurlands miðvikudaginn 7. júní og gekk þeim vel en þeir unnu þrjá leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik.