Vöndum til verka!
Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá kosningum þá viljum við, fyrir hönd Kex, þakka fyrir allan þann stuðning, ráð og ábendingar sem við fengum bæði fyrir og eftir kosningar. Fyrsti bæjarstjórnarfundur er afstaðinn en bæjarstjórn fór í sumarfrí eftir þann fund þangað til 17. ágúst. Á meðan fundar bæjarráð hálfsmánaðarlega og hefur það gengið vel.
Kex undirritaði...
Heilsugæslan og sjúkraflutningar á Höfn færist yfir til HSU
Heilbrigðisráðherra hefur falið Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) að taka við ábyrgð og rekstri heilbrigðisþjónustu á Höfn í Hornafirði. Yfirfærsla á rekstri heilsugæslunnar og sjúkraflutninga mun taka gildi frá og með 1. apríl n.k. Íbúar á svæðinu munu ekki finna fyrir þessum breytingum þar sem þjónustan verður óbreytt en vakin er athygli á að símanúmer breytast. Nýtt...
Skylda okkar að stuðla að öryggi sjómanna
,,Við verðum stöðugt að leita leiða til að fyrirbyggja slys og í því sambandi er mikilvægt að læra af reynslunni“, segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs VÍS. Hún segir að besta leiðin til þess sé að halda úti markvissri skráningu á slysum og atvikum sem hefðu getað orðið að slysum. Félagið býður fyrirtækjum í forvarnarsamstarfi að taka upp sérstakt...
Fræðsluferð umhverfis Hornafjarðar til Kaupmannahafnar
Unga kynslóðin, sú miðaldra og kynslóðin sem er hokin af reynslu og hefur reynt tímana tvenna lagði af stað í langferð til Danmerkur í fræðsluferð í nóvember síðastliðnum. Samsetning hópsins var engin tilviljun. Hópurinn átti að endurspegla breiðan hóp íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði svo að reynsla ferðarinnar myndi skila sér sem víðast eftir að heim væri komið....
Opið fjós í Flatey
Nýverið opnaði veitingastofa við kúabúið í Flatey. Hún er opin frá 9-18 alla daga og þar er hægt að gæða sér á ýmsum veitingum. Íslenskur heimilismatur er meginstefið á matseðli auk hefðbundinna kaffiveitinga. Óðinn Eymundsson matreiðslumeistari hefur séð um að koma veitingastarfseminni af stað og upplegg hans er að allt sem er á matseðlinum sé matreitt á staðnum og...