1228 pípur-hljóma í Hafnarkirkju
1228 pípur – hljóma í Hafnarkirkju
Undanfarnar þrjár vikur hefur farið fram allsherjar hreinsun og viðgerð á pípuorgelinu í Hafnarkirkju en slík yfirferð hefur ekki verið framkvæmd frá því að orgelið var sett upp í kirkjunni árið 1996. Til verksins voru fengin Björgvin Tómasson orgelsmiður...
Börn eru mikilvægust!
Almennt er fólk sammála um að það mikilvægasta í lífinu sé fjölskyldan, börnin og ástvinir. Ekki tekst þó alltaf að manna þau störf sem snúa að því að vinna með börnum eða ástvinum okkar sem þarfnast umönnunar. Eins og glöggir notendur heimasíðu sveitarfélagsins hafa tekið eftir þá er stöðugt verið að auglýsa eftir starfsfólki í leikskólann Sjónarhól....
Vilt þú taka við Eystrahorni?
Eftir lærdómsríkt og mjög skemmtilegt ár sem ritstjóri Eystrahorns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Þakklæti er mér efst í huga eftir árið, það var dýrmætt að finna fyrir stuðningi samfélagsins og góðum móttökum hvert sem tilefnið hefur verið.Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa komið að blaðinu með einum eða...
GALLERÍ GOLF OPNAÐ Á SILFURNESVELLI
Kristín Jónsdóttir hefur tekið við golfskálanum þar sem hún rekur kaffihúsið Gallerí Golf. Þau opnuðu formlega 1.maí með golfmóti sem var vel sótt og vel lukkað. Kristín segist hafa hugsað lengi um að opna kaffihús og lét loksins slag standa. Hún hefur langa og mikla reynslu af því að starfa í matargerð en aldrei verið með rekstur...
Vöndum til verka!
Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá kosningum þá viljum við, fyrir hönd Kex, þakka fyrir allan þann stuðning, ráð og ábendingar sem við fengum bæði fyrir og eftir kosningar. Fyrsti bæjarstjórnarfundur er afstaðinn en bæjarstjórn fór í sumarfrí eftir þann fund þangað til 17. ágúst. Á meðan fundar bæjarráð hálfsmánaðarlega og hefur það gengið vel.
Kex undirritaði...