Nýir rekstraraðilar að Hafinu

0
2172

Arndís Lára Kolbrúnardóttir og Barði Barðason tóku við sem nýir rekstraraðilar að Hafinu núna um áramótin. Arndís flutti til Hafnar árið 2016 og ætlaði bara að vera í 2 ár, ekki leið á löngu þar til Barði elti og hér erum við enn, búin að versla eitt stykki hús, og eigum bar númer tvö. Við opnuðum Cafe Tee sumarið 2018 í hálfgerðu flippi og óvissu, en okkur líkaði mjög vel og höfðum gaman af, sérstaklega af því að halda allskyns viðburði sem við buðum upp á. Það stóð til að leggja skóna á hilluna eftir síðasta sumar, en svo bauðst okkur tækifæri á að taka við Hafinu og slógum til. Við fórum rólega af stað á meðan við kláruðum að taka þátt í því frábæra þorrablóti sem fór fram nú á dögunum, en nú förum við af stað með krafti. Nú er hægt að koma og spila pool og fljótlega pílu, einnig erum við að sýna íþróttaviðburði af ýmsum toga. Við stefnum að auknum fjölda viðburða, stórra og smærri. Við tökum með glöðu geði við hvers kyns hugmyndum um viðburði, ef einhver er með hugmynd erum við tilbúin til að aðstoða við að framkvæma ef við höfum tök á.
Við viljum opna eins og við getum á tengingu við félagslíf samfélagsins og erum mjög opin fyrir öllum hugmyndum, bæði viðburðum á kvöldin og að degi til, fjölskyldu viðburðum og allt þar á millli.
Einnig er hægt að leigja staðinn fyrir einkaviðburði, veislur, fundi, ráðstefnur eða annað.
Við viljum þakka fyrir viðskiptin og góðu stundirnar á Cafe Tee, sérstakar þakkir til Golfklúbbs Hornafjarðar og meðlimi golfklúbbsins.
Við hlökkum til komandi tíma og viðskipta á Hafinu og á sama tíma þökkum við Evu og Bjarna fyrir að starta þessari snilld sem Hafið er!