Vöruhúsið hlaut Hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss tók við Hvatningaverðlaunum íslensku menntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum ásamt nemanda sínum Sigursteini Traustasyni. Vilhjálmur segir það mikinn heiður fyrir Vöruhúsið og starfið í Fab Lab smiðju Hornafjarðar að taka við Hvatningarverðlaunum Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Vöruhúsið er nýsköpunar, list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga og hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfsemin og húsið...
Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar styrkjum
Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu- og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 59 í flokki menningarverkefna.
Að þessu sinni var 35,9 m.kr. úthlutað, 14,7...
Ný deild við leikskólann Sjónarhól
Í haust var opnuð ný deild við leikskólann Sjónarhól sem kallast Selið enda er hún einskonar sel út frá Sjónarhólsbyggingunni sjálfri. Í Selinu eru yngstu börnin og miðað er við að 10 börn geti verið þar.
Þrátt fyrir að Selið sé ekki tengt við leikskólalóðina og ekki með bestu aðstæður þá hafa bæði foreldrar og starfsmenn verið...
Afmælismálþing Rannsóknasetursins
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en setrið var stofnað í nóvember 2001. Af því tilefni verður ársfundur rannsóknasetra haldinn á Höfn 23.-24. mars og fyrri daginn verður boðað til veglegs afmælismálþings í Nýheimum þar sem starfsmenn nokkurra setra munu kynna rannsóknaverkefni sín. Ýmsir gestir koma til þess að taka þátt...
Aukin starfsemi og bætt aðstaða starfsmanna á Breiðamerkursandi
Við hátíðlega athöfn á björtum og fallegum sumardegi í júlí 2017 skrifaði þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, undir nýja reglugerð þar sem Breiðamerkursandur, þ.m.t. Jökulsárlón, var formlega friðlýstur sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Frá þessum fallega sumardegi hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ekki bara bókstaflega, heldur líka í rekstri suðursvæðis þjóðgarðsins. Í fyrstu hafði starfsfólk við...