Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar styrkjum

0
391

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu- og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 59 í flokki menningarverkefna.
Að þessu sinni var 35,9 m.kr. úthlutað, 14,7 m.kr. í flokk atvinnu- og nýsköpunar og 21,2 m.kr. í flokk menningar, til samtals 60 verkefna. Samþykkt var að veita 17 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 43 verkefna í flokki menningarverkefna.   Af þessum 60 verkefnum sem hlutu styrk eru 8 verkefni í Sveitarfélaginu Hornafirði, 2 í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 6 í flokki menningar. Verkefnin 8 hlutu samtals 4,4 m.kr. í styrk. Næsta úthlutun verður 4. október nk.