Samkomulag um kaup og rekstur sjúkrabifreiða
Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim...
Útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli
Island Aviation hefur nú byrjað á að bjóða upp á útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli. Fyrirtækið hefur boðið upp á útsýnisflug frá Reykjavíkurflugvelli en hefur nú stækkað við sig. Þetta er fjölskyldufyrirtæki rekið af Reyni Guðmundssyni og Gretu Björg Egilssdóttur. Reynir er ættaður úr Svínafelli og þekkir því vel til náttúrufegurðarinnar í Hornafirði og það sem hún hefur upp...
Kynning á hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn
Fimmtudaginn 20. júní voru úrslit í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Höfn kynnt.
Alls bárust sautján tillögur og voru þær allar metnar, þrjár tillögur hlutu viðurkenningu, en sú tillaga sem hlaut 1. verðlaun er tillaga nr. 13 frá BASALT arkitektar og EFLA verkfræðiskrifstofa.
Tillagan er byggð á Eden hugmyndafræðinni með áherslu á lífsgæði og vellíðan íbúa. Byggingin lágmarkar skuggamyndun hógværð er...
Vinna hafin við gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand
Miðvikudaginn 16. janúar s.l. gerði Vatnajökulsþjóðgarður samninga við þrjár rannsóknarstofnanir á Hornafirði varðandi vinnu og ráðgjöf við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand. Ráðgjafahópurinn samanstendur af starfsmönnum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs. Það sýnir styrk og fjölbreytni í atvinnulífi Hornafjarðar að hafa til staðar fagaðila heima í héraði sem geta tekið að sér verkefni...
Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks
Í byrjun desember síðastliðinn héldu tveir verkefnastjórar Nýheima þekkingarseturs til Brussel til að taka þátt í fyrsta fundi SUSTAIN IT verkefnisins sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Íslenskt heiti SUSTAIN IT er „Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks“.
Þátttakendur í verkefninu koma frá 8 stofnunum sem eru staðsettar í 6 löndum Evrópusambandsins, en auk Nýheima tekur Þekkingarnet...