Síðasta námskeiðið í ADVENT prufukeyrt
Síðasta námskeið menntaverkefnis Erasmus+, ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) var prufukeyrt í nýliðnum janúarmánuði. Þetta síðasta námskeið fjallaði um hvernig segja má sögur með aðstoð snjalltækja og samfélagsmiðla. Umsjónaraðili námskeiðsins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir en auk hennar komu Stephan Mantler, Þorvarður Árnason og Guillaume M. Kollibay að framkvæmd þess. Fimm erlendir þátttakendur komu hingað...
HSU á Hornafirði og félagsþjónusta sveitarfélagsins hljóta styrk
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, þann 24. janúar síðastliðinn. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Að þessu sinni var sérstök...
Nýtt Þinganes SF-25 kemur til heimahafnar
Áætlað er að nýja Þinganesið komi til heimahafnar laugardaginn 21. desember. Skipið er smíðað í Vard skipasmíðastöðinni sem staðsett er í Aukra í Noregi. Þinganesið er sjöunda og síðasta skipið í sjö skipa raðsmíðaverkefni sem fyrirtækin Skinney-Þinganes, Gjögur, Bergur- Huginn og Samherji tóku sameiginlega þátt í. Þingnes er 29 metra langt og 12 metra breitt togskip. Skipstjóri...
Sólsker vinnu til verðlauna
Verðlaunaafhending í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki var á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember á matarhátíð Matarauðs Vesturlands. Frábær stemmning var á staðnum og voru fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda að kynna og selja afurðir sínar. Fjöldi gesta var á hátíðinni og er það til merkis um mikinn áhuga á íslensku matarhandverki. Ómar Fransson margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann...
Athyglisverðasti jeppinn
Fyrr í sumar fóru feðgarnir Gunnar Pálmi Pétursson, Jón Vilberg og Pálmi Freyr Gunnarsynir norður til Akureyrar til að sýna nýjan bíl sem þeir höfðu smíðað. Bíllinn fékk fyrstu verðlaun sem athyglisverðasti jeppinn á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar þann 17. júní síðastliðinn. Eystrahorn hafði samband við þá feðga til að segja örlítið frá þessu verkefni. “Hugmyndin að...