Ný verslun í kjallara kaupmannshússins
Otto Veitingahús & Verslun er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað vorið 2018 af Auði Mikaelsdóttur framreiðslumeistara og Andrési Bragasyni matreiðslumeistara. Frá upphafi hefur starfsemi Otto verið ætluð heimamönnum fyrst og fremst. Handverkið er í hávegum haft og allt er lagað frá grunni. Öll soð, sósur, marineringar, allur bakstur og öll matreiðsla er unnin frá grunni. Það er okkar sérstaða....
HSU á Hornafirði og félagsþjónusta sveitarfélagsins hljóta styrk
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, þann 24. janúar síðastliðinn. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Að þessu sinni var sérstök...
Lífæðin / Lifeline
Skinney – Þinganes í samvinnu við Forlagið gefur út bókina Lífæðin / Lifeline nú á næstu dögum. Tilurð bókarinnar má rekja til 70 ára afmælisárs Skinneyjar - Þinganess árið 2016 þegar portúgalska ljósmyndarann Pepe Brix rak á fjörur þess. Pepe dvaldi hjá fyrirtækinu drjúgan hluta marsmánaðar við myndatökur á sjó og í landi. Hann sýnir mannlífið um borð í...
Ný verslun opnar að Hafnarbraut 34
Nú á dögunum opnaði ný verslun, Berg Spor, á Hafnarbraut þar sem Dórubúð var áður til húsa. Hjónin Erla Berglind og Sigurbjörn Árnason standa að baki verslunarinnar. Þeim fannst nauðsynlega vanta góða fataverslun eftir að Dórubúð lokaði og ákváðu að taka málin í sínar hendur og opna verslun. Erla hefur undanfarin 6 ár verið að sauma merkingar...
Verkefni háskólasetursins á afmælisári
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði – háskólasetrið, í daglegu tali – fagnar nú tuttugasta starfsári sínu. Setrið var stofnað 30. nóvember 2001 og hefur starfað óslitið síðan, með aðsetur í Nýheimum. Fastráðnir starfsmenn þess, Þorvarður Árnason umhverfisfræðingur og Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur, fluttu til Hornafjarðar í maí 2006 og hafa því unnið í 15 ár við...