Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....
Sveitarfélagið Hornafjörður hlýtur jafnlaunavottun
Nú í vikunni hlaut sveitarfélagið Hornafjörður jafnlaunavottun.
„Undirbúningur fyrir vottun hefur staðið yfir í rétt rúmt ár“ segir Sverrir Hjálmarsson, mannauðs- og gæðastjóri sveitarfélagsins, en hann hefur leitt vinnuna og þróað það jafnlaunakerfi sem nú hefur verið innleitt.
Á heimasíðu stjórnarráðsins stendur að meginmarkmið jafnlaunavottunar sé að vinna gegn kynbundnum launamun og...
Nýir útgefendur að Eystrahorni
Fyrir um 8 árum var útgáfa Eystrahorns endurvakin af Alberti Eymundssyni eftir hvatningu og áskorun frá fjölmörgum íbúum Sveitarfélagsins Hornarfjarðar. Eystrahorn er mikilvægur miðill fyrir samfélagið og nú er komið að nýjum kafla í útgáfu blaðsins. Albert hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir vel unnið starf í þágu Eystrahorns og Hornafjarðar og höfum við hjónin, Tjörvi Óskarsson...
Söfn á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Menningarmiðstöð Hornafjarðar rekur fimm söfn í dag en sýningaraðstaða er misgóð eftir því hvert safnið. Það var mikið framfaraskref þegar Nýheimar voru teknir í notkun, þar er Héraðsskjalasafnið og Bókasafnið til húsa ásamt vinnuaðstöðu Menningarmiðstöðvarinnar. Listasafnið Svavarssafn er í Ráðhúsinu, þar eru fastar sýningar og einnig eru settar upp nokkrar sérsýningar á hverju ári. Mörg listaverkanna hanga...
Með saltan sjó í æðum
Á Hornafirði hefur sjávarúrvegur verið burðarás í atvinnusögu staðarins. Hann þarf vart að ræða eða rita, svo samofinn er hann lífinu. Allt í kringum landið er atvinnugreinin víða í blóma, og tel ég að við Hornfirðingar getum státað af dugandi mönnum og konum í greininni. Mér finnst því fréttnæmt, jákvætt og skemmtilegt að velta hlutunum...