Getur þú gert gamanmynd á 48 klukkustundum?
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto efnt til 48 stunda gamanmyndakeppni á netinu. Keppnin gengur út á að eintaklingar eða lið geta skráð sig til leiks. Frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd út frá því þema sem verður gefið upp. Sýningarhæfum myndum...
Úrgangur í auðlind
Eins manns rusl er annars fjársjóður – það sem skilur að er hugmyndaauðgi þess sem á efninu heldur.
Laugardaginn 15.júní var tilkynnt um úrslit keppninnar Úrgangur í auðlind, sem haldin var á vegum Umhverfis Suðurland í samstarfi við hátíðina „Blóm í bæ“ í Hveragerði og Listasafn Árnesinga.
Í keppnina bárust 14 ólíkar en virkilega áhugaverðar tillögur af öllum toga; listaverk og...
Kraftur í framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn
Framkvæmdum við nýja hitaveitu á Höfn hefur miðað vel í sumar. Unnið hefur verið af krafti við lagningu 20 km. stofnlagnar frá Hoffelli til Hafnar samhliða byggingu dælustöðva. Framkvæmdum við jöfnunartank veitunnar er nú lokið og verið er að reisa borholuhús og klára frágang dælustöðva í Hoffelli og á Stapa. Þá hefur verið unnið að breytingum á...
Jöklamælingar í FAS
Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir. Þessar mælingaferðir eru hluti af vinnu í jarðfræðiáfanga annars vegar og inngangsáfanga að náttúruvísindum hins vegar. Nemendur kynnast mismunandi vinnubrögðum í vísindum auk þess sem tækifærið er notað til að virða umhverfið fyrir sér og rifja upp...
Haustrigningar – Alþýðleg veðurfræði í fimm þáttum
Það leynast margir dýrgripir á bókasafni Hornfirðinga. Nýlega fann bókavörður prenteintak af revíu H.F. Reykjavíkurannáls, Haustrigningum – Alþýðlegri veðurfræði í fimm þáttum, sem var fyrst sýnd árið 1925. Giska sjaldgæf útgáfa. Reyndar eru ekki miklar upplýsingar um verkið í prentinu, hvorki minnst á höfunda né hverskonar ytri umgjörð um er að ræða. Veðurfræði í leikritaformi er heldur...