Nýheimar þekkingarsetur á fundi í Pescara
Nýheimar þekkingarsetur er þátttakandi í verkefninu SUSTAIN IT- Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks. Þann 29. maí síðastliðinn komu samstarfsaðilar verkefnisins saman í annað skipti, í Pescara- Ítalíu. Komnir voru saman átta þátttökuaðilar frá sex Evrópulöndum, Belgíu, Kýpur, Ítalíu, Íslandi, Írlandi og Spáni.
Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar, KA2.
Markmið verkefnisins...
Upplýsingafundur um COVID-19
Haldinn
verður
upplýsingafundur í Nýheimum miðvikudaginn 11. mars kl: 20:00 þar sem gefst
kostur á að fræðast um COVID-19 og viðbrögð almannavarna í Sveitarfélaginu
Hornafirði.
Fundinum verður streymt á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is
Hægt er að senda inn spurningar á www.slido.com #5852. Við hvetjum einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti að vera heima og fylgjast með fundinum...
ÁRSREIKNINGUR SVEITARFÉLAGSINS HORNAFJARÐAR 2022 – ...
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2022 sýnir jákvæða afkomu og sterka stöðu sveitarsjóðs. Afkoma A-hluta var jákvæð um 218 milljónir króna og í A- og B-hluta var niðurstaðan jákvæð um 232 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2022 í A- og B-hluta nam 5.709 milljónum króna og var 4.984 milljónir króna í A-hluta....
ADVENT námskeið í Skotlandi og Finnlandi
Tvö námskeið í menntaverkefninu ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) hafa verið prufukeyrð frá því síðast var sagt frá verkefninu hér á síðum Eystrahorns. Þetta voru námskeiðin Túlkun strandsvæða sem fram fór í Skotlandi í september sl. og Vöruþróun sem fram fór í Finnlandi í nóvember. Þátttakendurnir í þessum námskeiðum komu líkt og í fyrri...
Vinnuskólaþing
Miðvikudaginn 10. júlí s.l. var haldið vinnuskólaþing í Nýheimum. Þar komu ungmennin saman sem eru í vinnuskólanum en þau voru 38 talsins og með þeim voru flokkstjórar og tómstundafulltrúi. Tilgangur þingsins var að svara einni spurningu sem beint var til ungmennanna en spurningin var: Hvernig er hægt að gera vinnuskólann að draumavinnustað?
Ungmennin unnu í fjórum hópum...