Upplýsingafundur um COVID-19

0
930

Haldinn verður upplýsingafundur í Nýheimum miðvikudaginn 11. mars kl: 20:00 þar sem gefst kostur á að fræðast um COVID-19 og viðbrögð almannavarna í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Fundinum verður streymt á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is

Hægt er að senda inn spurningar á www.slido.com #5852. Við hvetjum einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti að vera heima og fylgjast með fundinum í streymi.

Matthildur Ásmundardóttir  bæjarstjóri