Áður Sindravellir, nú Jökulfellsvöllurinn
Knattspyrnudeild Sindra og Jökulfell ehf., í eigu Óskars Hauks Gíslasonar frá Svínafelli í Nesjum, hafa nú samið um kaup þess síðarnefnda á nafni Sindravalla sem nú verður Jökulfellsvöllurinn. Sindravellir hafa aldrei skipt um nafn áður og mun þetta þess vegna vera tímamótasamningur í sögu vallarins. Þessi samningur er til 3ja ára og Knattspyrnudeildin...
Sögur kvenna af jöklum og jöklabreytingum
Næstu mánuði mun Dr. M Jackson hafa aðsetur í Nýheimum en hún er landfræðingur, jöklafræðingur og rannsakandi hjá National Geographic. M kemur frá Alaska en hún hefur áður dvalið á Höfn í tengslum við verkefni sín. Árin 2016-2017 kom hún til Hafnar í fyrsta sinn og vann þá að skrifum á bók sinni The Secret Lives of Glaciers. M...
Áramótapistill bæjarstjóra
Ég vil óska öllum Hornafirðingum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er nú liðið. Árið 2020 fer vel af stað hjá mér og minni fjölskyldu en við eyddum jólum og áramótum í sólinni á Tenerife í fyrsta skiptið og höfum því ekki notið veðra og vinda sem hafa gengið um Ísland. Þessi tími er mér...
Vel heppnuð námsferð Lista- og menningarsviðs FAS
Lista- og menningarsvið FAS fór í námsferð til Akureyrar dagana
14. til 16. nóvember. 20 nemendur úr myndlista-, ljósmynda-, kvikmynda- og leiklistaráföngum fóru í ferðina með þremur kennurum. Gist var á gistiheimilinu Akureyri Backpackers sem er í miðbæ Akureyrar.
Lagt var af stað frá FAS kl. 8:00 miðvikudags morguninn
14. nóv. og komið til Akureyrar um kl. 15:00. Fyrsta heimsóknin var síðan...
Vilja auka athygli á bátavernd
Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgáfan er afrakstur mikillar vinnu undanfarin ár og hefur það að meginmarkmiði að vekja aukna athygli á stöðu bátaverndar í landinu. Um tuttugu söfn, setur og sýningar um land allt eiga aðild að samtökunum. Fornminjasjóður og Safnasjóður styrktu verkefnin.