Áður Sindravellir, nú Jökulfellsvöllurinn

0
938

Knattspyrnudeild Sindra og Jökulfell ehf., í eigu Óskars Hauks Gíslasonar frá Svínafelli í Nesjum, hafa nú samið um kaup þess síðarnefnda á nafni Sindravalla sem nú verður Jökulfellsvöllurinn. Sindravellir hafa aldrei skipt um nafn áður og mun þetta þess vegna vera tímamótasamningur í sögu vallarins. Þessi samningur er til 3ja ára og Knattspyrnudeildin hefur fulla trú á að komandi samstarf muni ganga vel og hlakkar mikið til þess við Jökulfell ehf. Það er ánægjulegt að fyrirtæki geti og vilji styrkja íþróttastarf í heimabyggð og þökkum við Jökulfelli ehf. að halda því áfram