Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma
Þann 28. maí fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga Grunnskóla Hornafjarðar. Kiwanisfélagarnir Jón Áki Bjarnason forseti Kiwanisklúbbsins Óss og umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós mættu og dreifðu hjálmunum. Með í för var Grétar Þorkelsson lögreglumaður sem útskýrði fyrir börnunum öryggi þess að nota hjálm. En öllu starfi hjá Ós hefur seinkað eða...
Útskrift frá FAS 20. maí
Laugardaginn 20. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast ellefu stúdentar, einn nemandi af framhaldsskólabraut og einn nemandi úr Vélstjórn A. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli mæta.
Unglingadeildin Brandur
Í Björgunarfélagi Hornafjarðar starfar Unglingadeildin Brandur. Unglingadeildin hefur starfað í mörg ár en hefur tekið löng hlé inni á milli. Að starfa í unglingadeildinni Brandi er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Allir á aldrinum fimmtán til átján ára geta tekið þátt en þegar einstaklingar hafa náð átján ára aldri mega þeir fara yfir í stóru deildina en það...
Málfríður malar, 21. maí
Þvííílíkir ódámar! Ég er alveg miður mín og Sísí vinkona mín líka. Við vorum á okkar daglegu skemmtigöngu þegar tvær manneskjur á einu hlaupahjóli þeyttust framúr okkur á gangstígnum á móts við N1. Ekki nóg með það að þessir ódámar voru tveir á farartækinu, heldur voru þeir ekki með hjálma og þeir orguðu bíííp kellingar þegar þeir...
Vel heppnuð fjölbreytileikavika
Síðastliðna viku stóð sveitarfélagið Hornafjörður fyrir fjölbreytileikaviku til þess að vekja athygli á og fagna þeirri fjölbreyttri mannflóru sem sveitarfélagið býr yfir. Vikan fór fram með ýmisskonar uppákomum og fræðslu sem tengjast fjölbreytileikanum. Channel Björk Sturludóttir frá Mannflórunni kom og hélt fræðslu um fjölbreytileika og fjölmenningu í íslensku samfélagi. Mannflóran er fræðsluvettvangur og samfélag fyrir þá sem...