Hlaupahópur Hornafjarðar
Ef einhver hefur velt því fyrir sér hver sé ástæða aukningar á litríkum hópum hlaupara á götum og stígum Hafnar, þá er skýringin nú augljós: Í byrjun september var stofnaður Hlaupahópur Hornafjarðar. Hópurinn er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar UMF Sindra og Helgu Árnadóttur. Viðtökur við hópnum hafa farið langt fram úr væntingum og í dag eru skráðir 42 iðkendur....
Af hverju gervigras?
Mikið hefur verið rætt um þann sterka vilja okkar í knattspyrnudeild Sindra að fá gervigras á Sindravelli. Sitt sýnist hverjum varðandi þá kröfu og langar mig að leggja fram rök og staðreyndir um af hverju það sé algjörlega nauðsynlegt fyrir heilsueflandi samfélagið Höfn að lagt verði gervigras á Sindravelli sem allra fyrst.
Golfsumarið 2023
Það má segja að golfsumarið sé að fullu byrjað hjá okkur. Það hófst formlega mánaðarmótin apríl- maí þegar opnað var inn á flatirnar og fyrsta mótið var haldið þann 1. maí. 10. maí hófst svo Glacier jorney mótaröðin og í lok maí hófst Holukeppni GHH 2023. Auk þessara móta sem hér eru talin eru mörg önnur sem...
Sveitarfélagið Hornafjörður hlýtur jafnlaunavottun
Nú í vikunni hlaut sveitarfélagið Hornafjörður jafnlaunavottun.
„Undirbúningur fyrir vottun hefur staðið yfir í rétt rúmt ár“ segir Sverrir Hjálmarsson, mannauðs- og gæðastjóri sveitarfélagsins, en hann hefur leitt vinnuna og þróað það jafnlaunakerfi sem nú hefur verið innleitt.
Á heimasíðu stjórnarráðsins stendur að meginmarkmið jafnlaunavottunar sé að vinna gegn kynbundnum launamun og...
Kiwanisklúbburinn Ós gefur leiktæki
Í síðustu viku afhentu Ósfélagar leiktæki til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er auðkennisverkefni hjá Ós. Það er vert að nefna að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum á Höfn kastala en Ós á 35 ára afmæli á þessu ári og því fannst okkur við hæfi að hugsa til leikskólans. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók...