Kiwanisklúbburinn Ós vinnur fyrst og fremst fyrir börnin
Nú er vetur genginn í garð og annamesti tími í starfinu hjá Kiwanisklúbbnum Ós er fram undan. Þegar desember og jólin nálgast er komið að einni af mikilvægustu fjáröflunum hjá Ós en það er að selja jólatré. Söfnunarféð er notað til að bæta samfélagið og gera það betra fyrir börnin okkar en Kiwanishreyfingin hefur það að markmiði...
Vöruhúsið hlaut Hvatningaverðlaun íslensku menntaverðlaunanna
Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður Vöruhúss tók við Hvatningaverðlaunum íslensku menntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum ásamt nemanda sínum Sigursteini Traustasyni. Vilhjálmur segir það mikinn heiður fyrir Vöruhúsið og starfið í Fab Lab smiðju Hornafjarðar að taka við Hvatningarverðlaunum Íslensku menntaverðlaunanna 2021. Vöruhúsið er nýsköpunar, list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga og hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfsemin og húsið...
Óperutónleikar á Höfn 24. september
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 24. september klukkan 20.00. Einsöngvarar á tónleikunum verða Alexander Jarl Þorsteinsson tenór og Monica Iusco sópran. Kvennakór Hornafjarðar kemur einnig fram á tónleikunum en stjórnandi hans er Heiðar Sigurðsson.
Þetta er í annað sinn á stuttum ferli sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur tónleika á Höfn enda metnaðarmál aðstandenda...
Námsferð í lónsöræfi
Þann 11. september síðastliðinn fór 10. bekkur Grunnskóla Hornafjarðar í Lónsöræfi ásamt Jóni Bragasyni og kennurunum Huldu, Elsu og Berglindi. Þessi ferð er farin árlega og er alveg ómissandi að mati nemenda og kennara. Áður en við fórum í ferðina þá unnum við ýmis verkefni sem tengjast Lónsörfæfum, eins og jarðfræði, náttúrufræði og sögu. Við höldum svo...
Fjölmenning í sveitarfélaginu Hornafirði
Hnattvæðingin sem einkennt hefur samfélög um heim allan síðustu áratugi felur meðal annars í sér mikla fólksflutninga. Þökk sé hraðri þróun í samskipta- og flutningstækni hefur í sjálfu sér aldrei verið auðveldara að flytja milli landa, enda er heimurinn orðinn svo tæknivæddur að samskipti milli mismunandi landa, svæða og einstaklinga hafa aldrei verið skilvirkari. Þessar breytingar sem...