Styrktarvinir Eystrahorns
Í fyrsta lagi langar mig að þakka fyrir ótrúlega góð viðbrögð við Eystrahorni. Þetta er búið að reynast mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Að fá tækifæri til þess að hitta allskonar fólk kynnast samfélaginu á allskonar vegu eru forréttindi sem ég er mjög þakklát fyrir að fá að sinna. Það er frábært að fá ábendingar, greinar og efni...
Jórunn Anna Hlöðversdóttir Schou
Anna Lúðvíksdóttir var langalangamma mín. Ég er tengd henni í föðurætt.Geir Sigurðsson langafi minn er faðir afa míns, Þorsteins Geirssonar. Anna er langamma föður míns, Geirs Þorsteinssonar. Hún er sem sagt formóðir mín í fjórða lið.
Kvenfélagið Grein í Lóni / Samband austur - skaftfellskra kvenna
Lesendabréf
Nú þegar Málfríður er hætt að benda á það sem betur má fara, langar mig aðeins að hrósa. Ég hef nú af og til sett inn á hópinn Íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði hluti sem eru frábærir.
Til dæmis er það minigolf völlurinn, ofboðslega skemmtilegt framtak og við fjölskyldan stoppum þar reglulega og tökum eina...
Svavarssafn kynnir myndlistarsýningu Katrínar Sigurðardóttur
Myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir sýnir verkið Til Staðar í Svavarssafni. Í verkinu hefur Katrín unnið með þær sérstöku aðstæður sem skapast hafa á Íslandi vegna heimsfaraldursins og beint sjónum að því frábæra listsköpunarefni sem er landið sjálft. Til Staðar eru þrjár innsetningar í náttúru Íslands og heimildir í formi ljósmynda og myndbands. Hin staðbundnu verk voru unnin...
Tölt með tilgangi
Alheimshreinsunardagurinn(world cleanup day) fór ekki framhjá Hornfirðingum enda efndu Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu til hreinsunarátaks með íbúum í tilefni dagsins, 15. september síðastliðin. Viðburðurinn, sem kallaðist Tölt með Tilgangi, fór frá Nýheimum kl. 13 og tóku alls um 40 manns þátt. Meiri hluti bæjarins var genginn og fylltust margir pokar af allskonar rusli, helst má nefna einnota plast og sígrettustubba. Að...