Meistaraflokkur kvenna
Um liðna helgi kláraðist keppnissumar meistaraflokks kvenna. Þær enduðu mótið á góðri ferð norður til Akureyrar og unnu þar góðan sigur á Hömrunum 4 – 2. Samira Suleman og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir skoruðu sitthvor tvö mörkin.
Deildarfyrirkomulagið í ár var ekkert til að hrópa húrra yfir. Þrettán lið skráðu sig til leiks og taldi Knattspyrnusamband Íslands það vera...
Golfklúbbur Hornafjarðar – Uppbygging og Íslandsmót
Mikill metnaður hefur verið innan Golfklúbbs Hornafjarðar (GHH) síðustu ár og hefur klúbburinn lagt mikla vinnu í að gera völlinn okkar Silfurnesvöll eins flottan og mögulegt er. Einnig hefur verið lagt mikið púður í barna- og unglingastarf sem félagið er mjög stolt af og ætlar sér að gera enn betur á næstu árum
Einn þáttur í því...
Samanburður á úrslitum skuggakosninga ungmenna og sveitarstjórnarkosninga
Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði, kosið var í öllum kjördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum.
Ágæt kosningaþátttaka var meðal unga fólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum framhaldskólanna sem haldnar voru í framhaldsskólum landsins en þar var meðaltals...
Hornafjörður Náttúrulega – innleiðing heimsmarkmiða
Sveitarfélagið samþykkti stefnumótun fyrir sveitarfélagið í nóvember 2021. Í stefnumótuninni er lögð áhersla á innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin eru 17 ásamt 169 undirmarkmiðum. Við stefnumótunarvinnuna var framkvæmd áhættu og mikilvægisgreining fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og í framhaldi lögð áhersla á heimsmarkmið 11 – sjálfbærar borgir og samfélög en jafnframt eru heimsmarkmiðin tengd við fjóra...
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan föstudaginn 5. júlí á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Svæðið er einstakt á heimsvísu...