Stuttmyndahátíð Fas
Á þessari önn höfum við, nemendur í sviðslistaáfanganum í Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu, verið að vinna við gerð tveggja stuttmynda, sem við ætlum að sýna í fyrirlestrasalnum í Nýheimum 7. maí. Ferlið hefur verið langt og skemmtilegt. Við skrifuðum handritin, tókum upp hjóð og mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Önnur myndin var tekin upp að...
Hafnarhittingur
Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta...
Vöndum til verka!
Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá kosningum þá viljum við, fyrir hönd Kex, þakka fyrir allan þann stuðning, ráð og ábendingar sem við fengum bæði fyrir og eftir kosningar. Fyrsti bæjarstjórnarfundur er afstaðinn en bæjarstjórn fór í sumarfrí eftir þann fund þangað til 17. ágúst. Á meðan fundar bæjarráð hálfsmánaðarlega og hefur það gengið vel.
Kex undirritaði...
Til kattaeigenda!
Varptími fugla er að hefjast!
Íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa þau forréttindi að búa í nágrenni við miklar náttúruperlur þar sem meðal annars fuglalíf er alltumlykjandi. Það er á þessum tíma árs þar sem varptími fugla fer af stað að fuglarnir eru sérstaklega útsettir fyrir rándýrum, þar með talið eru kettir. Höfn, þar...
Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands 2019
Á ársþingi samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Geysi 24.-25. október var Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2019. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Um er að ræða fyrstu menningarverðlaunin sem samtökin veita í þessari mynd, sem ná þvert yfir allan landshlutann.
Það voru alls 19 tilnefningar sem bárust...