Sýning sem nær til allra
Leikfélag Hornafjarðar hefur verið starfandi í 60 ár og skemmt Hornfirðingum með fjölda leiksýninga. Þar kemur að fólk úr öllum áttum sem sökkvir sér í heim ævintýra og skapar hvert listaverkið af fætur öðru. Leiksýningin í ár er engin undantekning. Sýningin Galdrakarlinn í Oz var frumsýnd 24.mars fyrir fullu húsi og góðum undirtektum. Leikritið er byggt á...
Landmótun jökla við Heinaberg
Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Eitt af því sem hefur verið gert lengi er að fylgjast með og mæla framskrið eða hop jökla og hefur ýmist verið farið að Fláajökli eða Heinabergsjökli. Í allmörg ár var fjarlægð mæld frá ákveðnum punktum á landi að jökuljaðrinum og kröfðust þær ferðir vandaðra...
„Hjálpum börnum heimsins“
Kjörorð Kiwanis stendur vel undir nafni, en ágóði af Groddaveislu Kiwanisklúbbsins Óss mun renna til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu að upphæð krónum 400.000. Félagi í Ós er með sterk tengsl við Úkraínu og liggja tengsl Kiwanishreyfingarinnar í Evrópu sterk til hjálpar. Klúbbar í Rúmeníu, Póllandi og Austurríki til að nefna nokkra eru að aðstoða flóttafólk við...
Þorvaldur þusar 9.nóvember
Skipulagsmál Hluti 1.
Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til...
Opinn fundur um Breiðamerkursand
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18:00-22:00. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar meðan á fundi stendur.
Svæðisráð hefur undanfarna mánuði unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Á fundinum verður óskað eftir hugmyndum og ábendingum...