ADHD við upptökur í Hafnarkirkju „Aldrei neinir tónleikar eins“
Blaðamaður fór og hitti hljómsveitina ADHD í Hafnarkirkju síðastliðinn laugardag en hún var þar við upptökur á sinni áttundu plötu. Hljómsveitin ADHD er vel kunnug í jazz heiminum og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. ADHD á rætur að rekja til Hornafjarðar, en bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir eru ættaðir héðan og hafa eytt töluverðum tíma...
Arndís Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
Þann 25. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í tóflta sinn. Í ár hlutu 29 nemendur, sem stefna á nám við HÍ styrki og þar á meðal var Hornfirðingurinn Arndís Ósk Magnúsdóttir. Allir styrkþegar eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi námsárangri og einnig verið virk í félagsstörfum eða í listum...
Jöklamælingar í FAS
Það má segja að síðasta vika hafi verið tími jöklamælinga í FAS en þá voru bæði Fláajökull og Heinabergsjökull mældir. Þessar mælingaferðir eru hluti af vinnu í jarðfræðiáfanga annars vegar og inngangsáfanga að náttúruvísindum hins vegar. Nemendur kynnast mismunandi vinnubrögðum í vísindum auk þess sem tækifærið er notað til að virða umhverfið fyrir sér og rifja upp...
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
Prestar og viðbragðsaðilar komu saman í Hafnarkirkju á sunnudaginn en þá var alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og var þess minnst í helgistund. Hér fyrir neðan má lesa hugvekju sem sr. Gunnar Stígur Reynisson flutti við helgistundina en búið er að staðfæra hana með því tilliti að allar tímasetningar séu réttar.
HugvekjaUm helgina var...
Hlaupahópur Hornafjarðar
Ef einhver hefur velt því fyrir sér hver sé ástæða aukningar á litríkum hópum hlaupara á götum og stígum Hafnar, þá er skýringin nú augljós: Í byrjun september var stofnaður Hlaupahópur Hornafjarðar. Hópurinn er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar UMF Sindra og Helgu Árnadóttur. Viðtökur við hópnum hafa farið langt fram úr væntingum og í dag eru skráðir 42 iðkendur....