Amor blómabúð opnar
Þann 20. mars síðastliðinn opnaði blómabúðin Amor blóm og gjafavara í húsnæðinu við Hafnarbraut 34. Það má með sanni segja að það hafi aldeilis komist líf í húsnæðið síðasta hálfa árið eða svo. Veitingastaðurinn Úps opnaði síðasta haust og Berg-Spor opnaði fataverslun þar í lok nóvember, en fyrir var Handraðinn sem deilir húsnæði með Berg-Spor. Eystrahorn hafði...
Rithöfundakvöld 2023
Nú er komið að hinu geisivinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en í ár fer viðburðinn fram miðvikudaginn 29.nóvember kl.20 í Nýheimum.
Nú fáum við til okkar hvorki meira né minna en 6 rithöfunda sem allir gefa út bók fyrir þessi jólin. Bækurnar eru fjölbreyttar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Tölt með tilgangi
Alheimshreinsunardagurinn(world cleanup day) fór ekki framhjá Hornfirðingum enda efndu Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu til hreinsunarátaks með íbúum í tilefni dagsins, 15. september síðastliðin. Viðburðurinn, sem kallaðist Tölt með Tilgangi, fór frá Nýheimum kl. 13 og tóku alls um 40 manns þátt. Meiri hluti bæjarins var genginn og fylltust margir pokar af allskonar rusli, helst má nefna einnota plast og sígrettustubba. Að...
BJARNANESKIRKJA VIÐ LAXÁ ENDURGERÐ
Það eru margir sem sakna Bjarnaneskirkju við Laxá enda var þetta glæsileg kirkja sem stóð á fallegum stað í Nesjum, og eiga þar margir góðar minningar. Á dögunum var Bjarnanessókn færð kirkjan endurbyggð að gjöf í formi líkans. Þúsundþjalasmiðurinn Ragnar Imsland sá um smíðina, allt frá girðingarstaurum að kirkjuklukkunni sem hangir í turni kirkjunnar. Þetta er sannkölluð...
Hirðingjarnir gefa Björgunarsveitinni Kára í Öræfum veglega gjöf
Þann 1. október síðastliðinn gaf nytjamarkaður Hirðingjanna peningagjöf að upphæð 1 milljón krónur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Þetta er tíunda árið sem við erum með nytjamarkaðinn og af því tilefni ætlum við að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að vera með í þessari gjöf, þannig að gjöfin verði ennþá stærri til björgunarsveitarinnar. Frá og með 1. október...