Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...
Lokahóf Knattspyrnudeildar Sindra
Lokahóf Knattspyrnudeildar Sindra var haldið hátíðlegt í Sindrabæ þann 16. september síðastliðinn. Vel var mætt og snæddu leikmenn, þjálfarar, stjórnir, gestir og foreldrar saman og fögnuðu uppskeru sumarsins. Stelpurnar enduðu sumarið vel með flottum sigri á síðasta heimaleik tímabilsins. Stjórnin skipulagði vel heppnaðan viðburð og reiddu fram dýrindis mat að hætti Stjána Guðna.Verðlaunaafhending fór fram og fékk...
Ekki vera í kassanum!
Bifvélavirkjameistarinn og smiðurinn Gunnar Pálmi Péturson situr sjaldan auðum höndum. Hann byrjaði sem ungur strákur að prófa sig áfram með vélar og tæki, ávalt með það markmið að gera hlutina betri, gera þá að sínu. Hjólum breytti hann til þess að gera hraðari, eða flottari og hann hefur haldið því áfram fram til dagsins í dag. „Ég...
PLASTÚRA VOL I.
Plastúra Vol. I er nýstárleg sýning eftir listakonuna Ragnheiði Sigurðar Bjarnarson sem opnuð verður í Stúkusalnum í Miklagarði, klukkan 13:00 þann 9. Desember næstkomandi. Opið verður eftir samkomulagi við listakonuna fram til 30. Desember. Nánari opnunartími verður á FB-viðburðinum: Plastúra Vol. I.
Sýningin blandar saman lífrænum og plastefnum til að skapa nýtt lífríki, í...
Nýtt Þinganes SF-25 kemur til heimahafnar
Áætlað er að nýja Þinganesið komi til heimahafnar laugardaginn 21. desember. Skipið er smíðað í Vard skipasmíðastöðinni sem staðsett er í Aukra í Noregi. Þinganesið er sjöunda og síðasta skipið í sjö skipa raðsmíðaverkefni sem fyrirtækin Skinney-Þinganes, Gjögur, Bergur- Huginn og Samherji tóku sameiginlega þátt í. Þingnes er 29 metra langt og 12 metra breitt togskip. Skipstjóri...