Undankeppni hönnunarkeppni Samfés
Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés...
Knattspyrnudeild Sindra
Knattspyrnusumarið blómstraði og léku stelpurnar okkar í 2.deild þar sem var spiluð einföld umferð og var deildinni svo skipt upp þar sem efstu 6 liðin léku einfalda umferð og neðstu 6 liðin léku einnig einfalda umferð. Sindrastelpur höfnuðu í 8. sæti eftir fyrri umferðina og kepptu því í neðri hlutanum. Þar enduðu þær í 3ja sæti sem...
Hel, heim og eitthvað fallegt
Fimmtudagskvöldið 24. janúar lásu fimm rithöfundar upp úr verkum sínum í Nýheimum, þau Emil Hjörvar Petersen, Arnþór Gunnarsson, Edda Falak, Arndís Þórarinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir. Sú síðastnefnda var einnig með gjörning í Svavarssafni klukkan fjögur þann dag. Um var að ræða örfyrirlestur um eitthvað fallegt, þar sem skáldkonan opinberaði sig á óvæntan hátt, umkringd áhorfendum og steinum...
ART er smart
Samningur hefur verið undirritaður á milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og félagsmálaráðuneytisins sem tryggir rekstur ART-verkefnisins næstu þrjú árin. Undirritunin markar þáttaskil í rekstrinum og er viðurkenning á að ART úrræðið sé komið til að vera. Því má segja að þetta sé stór dagur og ákveðinn sigur fyrir Sunnlendinga alla en samningurinn tryggir áframhaldandi þjónustu í heimabyggð....
Körfuknattleiksdeild Sindra með mikilvægan sigur
Meistaraflokkur Sindra í körfubolta tók á móti Álftanesi í 1.deild karla í körfubolta föstudaginn 5. febrúar. Leikurinn var jafn og bauð upp á frábæra skemmtun fyrir körfuboltaáhugamenn. Ekki er leyfilegt að hafa áhorfendur á leikjum vegna sóttvarna en þeim er streymt á netinu í samstarfi við FAS og KPMG. Leikurinn var tvíframlengdur og náðu Sindramenn að landa...