Gefur út sitt fyrsta lag
Nýlega kom út lagið Á bakvið fjöllin með tónlistarmanninum Vilhjálmi Magnússyni eða Villa Magg eins og hann kallar sig. Vilhjálmur er góðkunnur Hornfirðingum en hann hefur um árabil verið áberandi í menningalífinu í Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða þ.á.m Humarhátíð og tónlistarhátíðarinnar Vírdós og hefur einnig komið fram við hin ýmsu tækifæri bæði...
Leikbrúður: Brú milli menningarheima
Tessa Rivarola flutti til Hafnar fyrr á árinu og er nú þegar orðin mörgum Hornfirðingum kunn. Hún vinnur nú í Þrykkjunni við góðan orðstír, ásamt því að vinna að ýmsum spennandi listaverkefnum. Ég efast ekki um að Hornfirðingar munu taka eftir þessari áhugaverðu og skemmtilegu konu á næstu misserum.Tessa samþykkti að skrifa smá grein um brúðuleikhúsið...
Hvaða þýðingu hefur miðhálendisþjóðgarður fyrir Sunnlendinga?
Margir velta fyrir sér þýðingu miðhálendisþjóðgarðs þessa dagana í tengslum við frumvarp umhverfisráðherra sem byggir á afrakstri vinnuhóps sem unnið hefur með málið um langa stund og skilað af sér. Mig langar að leggja orð í belg og segja hvaða þýðingu það hefur fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð að 56% sveitarfélagsins er innan þjóðgarðsmarka...
Nítugasta ársþing Ungmennasambands Úlfljóts
Nítugasta ársþing USÚ fór fram á Hótel Vatnajökli, fimmtudaginn 23. mars s.l. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 52 sem rétt áttu til þingsetu. Öll virk aðildarfélög, nema tvö sendu fulltrúa á þingið. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri stýrði þinginu og Jón Guðni...
Það verður líf og fjör á Höfn um Verslunarmannahelgina
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn dagana 1.-4. ágúst (verslunarmannahelgin). Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu-og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Á móti sem þessu þurfa margar hendur að hjálpast að svo allt gangi vel fyrir sig. Kristín Ármannsdóttir hefur tekið að sér...