2 C
Hornafjörður
5. maí 2024

Hvert örstutt spor

Í tilefni af 60 ára afmæli Leikfélags Hornafjarðar er nú verið að æfa nýtt íslenskt leikrit sem ber nafnið „Hvert örstutt spor“. Stefán Sturla skrifaði handritið sem byggir á leikritinu „Silfurtunglið“ eftir Halldór Laxness. Áætluð frumsýning er þann 18. mars. Að uppsetningunni standa Leikfélag Hornafjarðar og sviðslistanemar FAS. Æfingar hófust í janúar við afar erfiðar aðstæður í...

Leikskólinn Sjónarhóll

Í ágúst sl. hóf verktakafyrirtækið Karlsbrekka ehf. byggingu nýs leikskóla við Kirkjubraut. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Sjónarhóll og voru þrjú hönnunarfyrirtæki í samstarfi um hönnun hans; Arkþing ehf., Mannvit verkfræðistofa og Landhönnun slf. Á meðan beðið er eftir nýju húsi er starfsemi leikskólans öll á Sjónarhóli við Víkurbraut þar sem bráðabirgðahúsnæði, sem gengur undir nafninu hvíta húsið, hefur verið komið...

Það verður aldeilis líf og fjör á Höfn um Verslunarmannahelgina!

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að í ár verður Unglinga­landsmót UMFÍ haldið hér á Höfn um Verslunarmannahelgina, dagana 1.-4. ágúst. Unglingalandsmót er eitthvað sem margir hafa farið á en fyrir ykkur sem ekki þekkja til þeirra eru þau frábær fjölskylduhátíð með dagskrá og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Það verður hægt að keppa í 21 grein á mótinu...

Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið

Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr. Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel. Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.

Menningarhátíð í Nýheimum

Föstudaginn 12. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 27 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...